mið 21. febrúar 2018 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur Ó. fær annan spænskan markvörð (Staðfest)
Francisco Miguel Marmolejo Mancilla.
Francisco Miguel Marmolejo Mancilla.
Mynd: Víkingur Ó.
Víkingur Ólafsvík hefur gengið frá samningi við spænska markvörðinn Francisco Miguel Marmolejo Mancilla og mun hann spila með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Francisco kemur til með að fylla í skarð landa síns, Cristian Martinez Liberato sem er farinn til KA.

Cristian var valinn besti leikmaður Víkings Ólafsvíkur síðasta sumar sem og árið 2016. Eftir fall Víkings úr Pepsi-deildinni í haust ákvað hann að finna sér nýtt félag.

Þetta er því stórt skarð fyrir Francisco að fylla í.

Francisco, sem er öflugur markvörður, er þrítugur að aldri. Hann spilaði seinast með liði Jönköping í Svíþjóð þar sem hann var liðsfélagi Árna Vilhjálmssonar.

„Víkingur Ó. lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa náð samningum við leikmanninn og býður hann velkominn til félagsins."



Víkingur Ó.

Komnir:
Gonzalo Zamorano Leon frá Hugin
Emmanuel Eli Keke frá Gana
Ibrahim Sorie Barrie frá Síerra Leóne
Francisco Miguel Marmolejo Mancilla

Farnir:
Farid Zato
Aleix Egea
Alfreð Már Hjaltalín í ÍBV
Cristian Martinez Liberato í KA
Egill Jónsson
Eivinas Zagurskas
Eric Kwakwa
Gabrielius Zagurskas
Guðmundur Steinn Hafsteinsson í Stjörnuna
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Víking R.
Kenan Turudija í Selfoss
Pape Mamadou Faye
Tomasz Luba hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson í Stjörnuna
Athugasemdir
banner
banner