Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. febrúar 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Wenger staðfestir að Ospina byrji í úrslitaleiknum
Ooooooospina!
Ooooooospina!
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að David Ospina verði í byrjunarliðinu gegn Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn.

Ospina hefur varið mark Arsenal í bikarkeppnunum og Evrópudeildinni og hann verður einnig í markinu í síðari leiknum gegn Östersund annað kvöld. Arsenal leiðir 3-0 eftir fyrri leikinn.

Petr Cech verður á bekknum annað kvöld sem og í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn

„Þetta er alltaf erfið ákvörðun en við ákváðum þetta frá byrjun tímabils. Ég er með tvo heimsklassa markverði og ég ákvað snemma í hvaða leikjum þeir spila," sagði Wenger.

Mesut Özil er veikur og verður ekki með Arsenal á morgun en hann ætti að vera klár á sunnudaginn. Henrikh Mkhitaryan spilar á morgun en hann má ekki spila í úrslitaleiknum á sunnudag þar sem hann spilaði með Manchester United í deildabikarnum fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner