Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 21. febrúar 2018 11:11
Elvar Geir Magnússon
Will Grigg horfði á leikinn aftur og aftur um nóttina
Grigg skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu.
Grigg skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu.
Mynd: Getty Images
Alvöru maður!
Alvöru maður!
Mynd: Getty Images
Það er ekki á hverjum degi sem Wigan nær að vinna Manchester City en það gerðist í FA bikarnum á mánudagskvöld. Will Grigg, landsliðsmaður Norður-Írlands, skoraði eina mark C-deildarliðsins í þessum gríðarlega óvænta sigri.

Þegar Grigg kom heim eftir leikinn þá vissi hann alveg að hann myndi ekki ná að sofna strax.

„Síðast þegar ég man eftir því að hafa litið á klukkuna var hún 4 um nótt. Þegar ég kom heim biðu mín fjöldamörg skilaboð frá vinum, liðsfélögum, fyrrum liðsfélögum... það var svo frábært að skoða þau," segir Grigg.

„Ég bjó mér til drykk og fékk mér sæti, svaraði öllum og skoðaði það helsta úr leiknum í sjónvarpinu. Ég hefði ekki getað sofnað eftir leikinn hvort sem er. Ég er venjulega lélegur í að sofna eftir leiki en þessi var sérstaklega þannig."

Grigg horfði á leikinn í endursýningu aftur og aftur til að rifja upp þennan frækna sigur.

„Við vissum að við þyrftum að hafa smá heppni með okkur til að komast áfram og það tókst. En við vorum með leikplan sem við héldum okkur við. Við vissum að fyrstu fimmtán mínúturnar þurftum við að halda okkur í leiknum. Við spiluðum 4-5-1 og þurftum að vera vakandi varðandi hreyfileika þeirra."

Wigan er í þriðja sæti í C-deildinni en liðið hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð. Liðið vill nú komast aftur á beinu brautina og leikur gegn Rochdale um komandi helgi.

„Við vitum hversu mikilvægur leikur er á laugardag. Nú mætum við bara aftur til vinnu eftir fagnaðarlætin og markmið okkar er að vinna alla þó mótherja sem við leikum gegn. Það er okkar markmið út tímabilið," segir Grigg.
Athugasemdir
banner
banner