mið 21. febrúar 2018 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yfirlýsing frá Firmino: Ég sagði ekki orðið
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að í ljós kom að hann fær ekki refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir viðskipti sín við Mason Holgate, varnarmann Everton.

Holgate sakaði Firmino um kynþáttafordóma eftir atvik í leik Liverpool og Everton í FA-bikarnum í byrjun árs.

„Ég hef orðið fyrir kynþáttafordómum í lífi mínu og ég veit hversu erfitt það getur verið að ganga í gegnum það," segir Firmino.

„Ég vil koma því á framfæri, til að taka allan vafa frá, að ég sagði ekki orðið, eða útgáfu af orðinu," sagði Firmino enn fremur en hann á þar við orðið 'negro'. Holgate sagðist hafa heyrt það orð.

„Ég myndi aldrei nota kynþátt eða menningu einstaklings sem móðgun í rifrildi, ég myndi aldrei gera það. Það er ekki pláss fyrir mismunun á fótboltavellinum eða annars staðar."

Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner