Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 21. mars 2015 12:05
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Mirror 
Dalglish: Liverpool er besta lið landsins - Man Utd á ekki séns
Einhverjir kalla hann King Kenny
Einhverjir kalla hann King Kenny
Mynd: Getty Images
Liverpool goðsögnin, Kenny Dalglish, er bjartsýnn fyrir stórleikinn á morgun þegar Man Utd kemur í heimsókn á Anfield.

Liverpool hefur verið á miklu skriði undanfarið og er aðeins tveim stigum á eftir Man Utd sem situr í fjórða sætinu eftirsótta. Dalglish er ekki í nokkrum vafa að Liverpool sé besta lið landsins þessa stundina og telur að erkifjendurnir í Man Utd eigi ekki möguleika á að stöðva sigurgöngu Liverpool.

,,Síðan Brendan Rodgers skipti um taktík í lok síðasta árs hef ég ekki séð betra lið í deildinni. Þeir eru mjög agaðir og skipulagðir. Vinnusemin er líka ótrúleg. Þeir leggja sig alla fram við að ná boltanum þegar þeir hafa hann ekki”.

,,Þetta eru undirstöðuatriðin ef þú vilt lið sem nær árangri",
segir Dalglish.

,,Liverpool eru mjög skipulagðir varnarlega og ef Man Utd nær ekki að halda aftur af Sturridge, Coutinho, Lallana eða Sterling lenda þeir í vandræðum”.

,,Þetta er ástæðan fyrir því að ég spái Liverpool sigri á sunnudag og ég held að Man Utd muni ekki ná að skora í leiknum",
sagði sigurviss Dalglish að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner