lau 21. mars 2015 14:37
Arnar Geir Halldórsson
England: Dómarinn í ruglinu þegar City lagði WBA
Bony í þann mund að skora sitt fyrsta mark fyrir Man City
Bony í þann mund að skora sitt fyrsta mark fyrir Man City
Mynd: Getty Images
Manchester City 3 - 0 West Brom
1-0 Wilfried Bony ('27 )
2-0 Fernando ('40 )
3-0 David Silva ('77 )
Rautt spjald:Gareth McAuley, West Brom ('2)

Englandsmeistarar Man City fengu Tony Pulis og liðsmenn hans í heimsókn á Etihad í fyrsta leik helgarinnar í enska boltanum.

Gareth McAuley, varnarmaður WBA, var sennilega ekki byrjaður að svitna þegar hann var ranglega sendur í sturtu eftir rúmlega mínútu leik. McAuley hafði þá átt afleita sendingu sem setti Wilfried Bony í gegn. Craig Dawson, liðsfélagi McAuley, tók Bony niður en einhverra hluta vegna ákvað Neil Swarbrick, dómari leiksins, að reka McAuley af velli.

Bony opnaði svo loksins markareikning sinn á Etihad þegar hann kom heimamönnum yfir eftir tæplega hálftíma leik. Rúmum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Fernando forystuna eftir vandræðagang hjá varnarmönnum WBA.

Seinni hálfleikurinn fór að mestöllu leyti fram á vallarhelming gestanna en Saido Berahino komst þó nálægt því að minnka muninn á 72.mínútu þegar hann skallaði boltann í slánna af örstuttu færi. David Silva gerði svo út um leikinn fyrir heimamenn stuttu síðar og virkilega þægilegur sigur staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner