Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. mars 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Hans Steinar: Man City verður ekki í topp fjórum
Hans Steinar Bjarnason.
Hans Steinar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á RÚV, var einn af gestum sjónvarpsþáttarins Fótbolti.net á ÍNN í fyrradag.

Hans Steinar spáir því að Manchester City nái ekki Meistaradeildarsæti í vor.

City hefur verið í basli undanfarnar vikur og Hans Steinar spáir því að liðið eigi eftir að hrapa niður töfluna í síðustu níu umferðunum.

,,City fer út fyrir topp fjóra. Ég held að Arsenal, Manchestr United og Liverpool taki hin sætin. City er á niðurleið. Þeir eru að missa dampinn," sagði Hans í þættinum.

Magnús Gylfason var líka gestur í sjónvarpsþættinum en hann spáir því að Mancheter City, Manchester United og Arsenal muni fylgja Chelsea í Meistaradeildina.

Sólmundur Hólm spáir aftur á móti því að Liverpool muni ná Meistaradeildarsæti ásamt City, Arsenal og Chelsea.

Smelltu hér til að horfa á sjónvarpsþáttinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner