Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2015 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Januzaj ekki í belgíska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj, leikmaður Manchester United á Englandi, er ekki lengur í belgíska landsliðinu en hann var ekki valinn fyrir leikina gegn Kýpur og Ísrael í undankeppni Evrópumótsins.

Januzaj, sem er 20 ára gamall, hefur gengið illa að finna sig á þessari leiktíð með enska liðinu og þá hefur árangur hans með belgíska landsliðinu verið í svipuðum dúr.

Marc Wilmots, þjálfari belgíska landsliðsins, ákvað því að velja hann ekki fyrir komandi verkefni en hann efast þó ekki um hæfileika hans.

,,Ég efast alls ekki um hæfileika hans. Það er bara erfitt að fylgjast með honum því hann fær fá tækifæri til að sýna gæði sín," sagði Wilmots.
Athugasemdir
banner
banner