Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2015 16:15
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar: Ólafsvíkingar skoruðu fjögur gegn BÍ/Bol
Kristófer skoraði fyrir Víking Ó.
Kristófer skoraði fyrir Víking Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BÍ/Bolungarvík 0-4 Víkingur Ó.
0-1 Fannar Hilmarsson ('20)
0-2 Kristinn Magnús Pétursson (´57)
0-3 Kristófer Eggertsson (´63)
0-4 Alfreð Már Hjaltalín (´79)

BÍ/Bolungarvík og Víkingur Ólafsvík áttust við í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í Akraneshöllinni í dag en liðin munu berjast í 1.deildinni næsta sumar.

Ólafsvíkingar voru talsvert sterkari aðilinn í dag og unnu 4-0 sigur. Fannar Hilmarsson gerði eina mark fyrri hálfleiks en þeir Kristinn Magnús Pétursson, Kristófer Eggertsson og Alfreð Már Hjaltalín innsigluðu sigurinn í síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti sigur Ólafsvíkinga í Lengjubikarnum í ár en BÍ/Bolungarvík hefur ekki náð í stig úr sínum sex leikjum. Markatalan 0-22.
Athugasemdir
banner
banner
banner