Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. mars 2015 13:01
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikarinn: Skagamenn komnir í 8-liða úrslit
Arsenij Buinickij byrjaður að skora fyrir Skagamenn
Arsenij Buinickij byrjaður að skora fyrir Skagamenn
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍA 2-1 Keflavík
1-0 Garðar Gunnlaugsson (´6)
2-0 Arsenij Buinickij (´12)
2-1 Hörður Sveinsson (´19)

Skagamenn fengu Keflvíkinga í heimsókn í Akraneshöllina í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins í morgun.

Garðar Gunnlaugsson kom heimamönnum yfir eftir sex mínútna leik og sex mínútum síðar tvöfaldaði Arsenij Buinickij forystuna. Gestirnir klóruðu í bakkann sjö mínútum síðar en fleiri urðu mörkin ekki.

Þessi úrslit þýða það að Skagamenn eru komnir í 8-liða úrslit Lengjubikarsins en þeir eru með 15 stig á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina.

Keflvíkingar eru hinsvegar í þriðja sæti riðilsins með sjö stig eftir sex leiki.

Tveir ungir leikmenn, Sigurbergur Bjarnason og Stefan Alexander Ljubicic, spiluðu sína fyrstu meistaraflokksleiki með Keflavík í dag en þeir eru báðir fæddir árið 1999.
Athugasemdir
banner
banner