Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. mars 2015 18:31
Magnús Már Einarsson
Lengjubikarinn: Grindvíkingar skoruðu sex á Akureyri
Óli Baldur skoraði fyrir Grindavík.
Óli Baldur skoraði fyrir Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 2 - 6 Grindavík
0-1 Óli Baldur Bjarnason
0-2 Jósef Kristinn Jósefsson
0-3 Magnús Björgvinsson
0-4 Alex Freyr Hilmarsson
0-5 Scott Ramsay
1-5 Jóhann Helgi Hannesson (Víti)
1-6 Milos Jugovic
2-6 Kristinn Þór Björnsson

Grindavík sigraði Þór 6-2 í Lengjubikarnum í kvöld en leikið var í Boganum á Akureyri. Grindvíkingar léku á als oddi í leiknum og komust í 5-0 áður en Þórsarar löguðu stöðuna.

Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum en Maciej Majewski, markvörður Grindvíkinga, og Ármann Pétur Ævarsson miðjumaður Þórs fengu báðir rauða spjaldið í síðari hálfleiknum.

Grindavík er með sex stig í riðli þrjú eftir leikinn í dag en Þórsarar eru með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner