Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. mars 2015 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Luis Enrique: PSG er ekki Zlatan og Verratti
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona á Spáni, segir að það sé meira spunnið í Paris Saint-Germain en bara Zlatan Ibrahimovic en sænski framherjinn missir af fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ibrahimovic og Marco Veratti missar báðir af fyrri leik þessara liða en sá sænski var rekinn af velli gegn Chelsea, brot sem þótti afar umdeilt og átti skilið í mesta lagi gult spjald að mati margra sérfræðinga.

PSG verður því án Zlatans en hann gerði þrennu gegn Lorient í gær og ljóst að hans verður sárt saknað.

,,Fjarvera Ibrahimovic og Veratti mun skipta miklu en liðið er með aðra leikmenn sem eru jafn hættulegir," sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner
banner