Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 21. mars 2017 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Emil Hallfreðs: Ef ég fæ að spila kantinn geri ég mitt besta
Icelandair
Emil á æfingu landsliðsins í dag.
Emil á æfingu landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hérna kann ég vel við mig, hvort sem það er Parma, Verona eða Udinese. Það er alltaf góður fílingur hérna," sagði Emil Hallfreðsson við Fótbolta.net í gær. Hann var þá mættur á æfingu með íslenska landsliðinu í Parma á Ítalíu en sjálfur hefur hann í mörg ár spilað í ítölsku deildinni.

„Ég hef spilað nokkrum sinnum hérna, þeir voru í Serie A fyrir nokkrum árum, við komum í 2-3 skipti hingað. Það er skrítið að vera kominn hingað til að æfa því völlurinn var fullur í skiptin sem við spiluðum hérna. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Emil en næst á dagskrá er fullur völlur í Shkoder í Albaníu á föstudaginn þar sem Kosovo spilar sína heimaleiki á meðan þeir eiga ekki löglegan heimavöll.

„Mér líst vel á það, þetta er spennandi og verður mjög erfiður leikur en leikur sem við verðum að vinna ef við ætlum að gera einhverja hluti. Þetta er spennandi og við erum hérna við frábærar aðstæður og getum undirbúið okkur 100% fyrir leikinn á föstudaginn. Það er frábært að æfa hér, ég var í 3 tíma að keyra hingað og það er þægilegt að vera hérna. Við erum á hóteli sem er vant að sjá um lið úr Serie A. Undirbúningurinn gæti ekki verið betri."

Emil hefur spilað sem miðjumaður í fjölda ára eftir að hafa byrjað feril sinn fyrir mörgum árum sem kantmaður. Margir telja að hann muni byrja leikinn á föstudaginn og í fjarveru Birkis Bjarnasonar og Jóhanns Berg Guðmundssonar sem vanalega byrja á köntunum eru búist við að Emil byrji á kanti á föstudaginn.

„Ég er tilbúinn í það sem þjálfararnir treysta mér fyrir. Ef þeir ætla að láta mig spila, sem ég myndi gera, þá ætla ég að gefa allt í þetta. Það kemur ekkert annað til greina en að standa sig ef ég spila."

„Ég er að spila sem djúpur á miðjunni hjá Udinese núna og hef gert undanfarna mánuði. Annars hef ég bara verið í tveggja eða þriggja manna miðju. En ef ég fæ að spila kantinn þá geri ég mitt besta þar."


Nánar er rætt við Emil í sjónvarpinu hér að ofan en hann segir að leikurinn á föstudaginn sé gríðarlega mikilvægur.

„Þetta er úrslitaleikur, ég myndi setja þetta þannig upp. Ef við vinnum þá erum við í frábærum séns og þá er leikurinn á móti Króatíu heima áður en við förum í sumarfrí spennandi."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner