Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2017 19:00
Magnús Már Einarsson
Griezmann dreymir um að fara í stórlið í framtíðinni
Frábær leikmaður.
Frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Antonie Griezmann segist vera ánægður í herbúðum Atletico Madrid í dag. Frakkinn segir hins vegar að draumurinn sé að ganga til liðs við ennþá stærra félag í framtíðinni.

Sky segir að Manchester United hafi áhuga á að fá Griezmann í sínar raðir í sumar auk þess sem hann hefur áður verið orðaður við bæði Barcelona og Real Madrid.

Aðspurður hvort hann vilji fara til Barcelona eða Real í framtíðinni þá sagði Griezmann: „Af hverju ekki? Það er draumur allra leikmanna að spila fyrir þessi stórlið eða lið eins og Bayern Munchen."

„Í augnablikinu sé ég mig samt ekki hjá Barcelona, Real eða annars staðar."

„Ég ætla ekki að fara frá Atletico Madrid til að fara til PSG, Kína, Bandaríkjanna, Rússlands eða annað."

Athugasemdir
banner
banner