Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. mars 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Kristján: Átta mig ekki á tilganginum með þessum spurningum
Icelandair
Kristján Guðmundsson.
Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hef enga trú á öðru en að það verði tekið rétt á málunum hjá landsliðinu og þetta herði menn og þjappi mönnum saman ef það á að ráðast á liðið með þessum hætti,“ sagði Kristján Guðmundsson í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni.

Kristján var þar að tala um umræðuna eftir fréttamannafund landsliðsins á föstudag þar sem Heimir Hallgrímsson,
landsliðsþjálfari, var spurður út í ölvun Viðars Arnar Kjartanssonar þegar hann var í flugi á leið til móts við íslenska landsliðið fyrir leiki í nóvember.

„Ég átta mig ekki á tilganginum með þessum spurningum sem komu á fréttamannafundinum. Ég skil ekki af hverju menn fóru svona fram. Landsliðsþjálfararnir gáfu aftur á móti færi á sér. Svona hlutir koma alltaf upp en ég held að landsliðið gefi ekki aftur færi á sér eins og þarna.“

Kristján telur að búið sé að afgreiða málið innan landsliðshópsins. „Það er örugglega búið að afgreiða þetta. Ég er nokkuð viss um að þetta hafi verið afgreitt út í Króatíu þegar þetta gerðist,“ sagði Kristján.

„Ég held að við ættum að einbeita okkur að þessum leik og hjálpa liðinu að vinna þennan leik. Ef menn vilja fá frekari svör þá eiga þeir að gera það eftir leikinn.“

Hér að neðan má sjá umræðuna í sjónvarpsþættinum í heild sinni.
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“
Athugasemdir
banner
banner
banner