þri 21. mars 2017 22:46
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Kári lagði Aftureldingu í átta marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Kári 5 - 3 Afturelding
0-1 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('3)
0-2 Wentzel Steinarr R Kamban ('9)
1-2 Kristófer Daði Garðarsson ('19)
2-2 Marinó Hilmar Ásgeirsson ('23)
3-2 Helgi Jónsson ('41)
4-2 Andri Júlíusson ('49)
4-3 Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('63)
5-3 Sindri Snæfells Kristinsson ('76)

Kári lagði Aftureldingu að velli í B-deild Lengjubikarsins með fimm mörkum gegn þremur.

Afturelding byrjaði leikinn vel í Akraneshöllinni fyrir framan 120 áhorfendur og skoraði Halldór Jón strax á þriðju mínútu og tvöfaldaði Wentzel Steinarr Kamban forystuna skömmu síðar.

Heimamenn voru þó ekki lengi að jafna og komust yfir rétt fyrir leikhlé. Andri Júlíusson, sem lagði tvö fyrstu mörk Kára upp, kom sínum mönnum í 4-2 snemma í síðari hálfleik.

Halldór Jón minnkaði muninn í eitt mark áður en Sindri Snæfells tryggði sigurinn á 76. mínútu.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner