Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2017 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd mætir City, Real og Barca í sumar
Arsenal mætir Bayern
Jose Mourinho fær góða æfingaleiki í sumar.
Jose Mourinho fær góða æfingaleiki í sumar.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun ferðast um Bandaríkin og spila æfingaleiki seinni part júlímánaðar.

Fyrsti leikurinn í æfingaferðinni verður 15. júlí gegn Los Angeles Galaxy. Tveimur leikjum síðar eiga Rauðu djöflarnir leik við Real Salt Lake og þremur dögum eftir það, eða þann 20. júlí, er keppt við Manchester City.

Þann 23. er leikur gegn Real Madrid, toppliði spænsku deildarinnar um þessar mundir. Þremur dögum síðar er lokaleikur æfingaferðarinnar gegn Barcelona.

Önnur lið sem koma til með að keppa á æfingamótinu í Bandaríkjunum í júlí eru Roma, Juventus, PSG og Tottenham.

Sama æfingamót er haldið í Kína og Singapúr þar sem Inter, AC Milan, Borussia Dortmund, Bayern München, Arsenal og Chelsea munu etja kappi.

Bandaríkin:
PSG-Roma (July 19, TBC)

Manchester United-Manchester City (July 20, TBC)

Barcelona-Juventus (July 22, East Rutherford, NJ)

Tottenham-PSG (July 22, Orlando)

Manchester United-Real Madrid (July 23, Santa Clara, California)

Roma-Tottenham (July 25, Harrison, NJ)

Manchester United-Barcelona (July 26, Landover, Md)

PSG-Juventus (July 26, Miami)

Real Madrid-Manchester City (July 26, Los Angeles)

Manchester City-Tottenham (July 29, Nashville, Tenn)

Real Madrid-Barcelona (July 29, Miami)

Juventus-Roma (July 30, Foxborough, Mass)

Kína:
Milan-Borussia Dortmund (Guangzhou, July 18)

Bayern -Arsenal (July 19, Shanghai)

Bayern -Milan (July 22, Shenzhen)

Inter-Milan (July 24, Nanjing)

Singapúr:
Chelsea-Bayern (July 25)

Bayern -Inter (July 27)

Chelsea-Inter (July 29)
Athugasemdir
banner
banner
banner