þri 21. mars 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Podolski spilar kveðjuleik gegn Englandi - Verður fyrirliði
Kveðjuleikur á morgun.
Kveðjuleikur á morgun.
Mynd: Getty Images
Lukas Podolski verður fyrirliði þýska landsliðsins í vináttuleik gegn Englendingum annað kvöld.

Hinn 31 árs gamli Podolski hætti að spila með landsliðinu eftir EM í fyrra en hann fær sérstakan kveðjuleik á morgun.

„Það er ekki auðvelt að finna mann í stað Podolski í liðið. Hann er einstakur. Hann er einn af bestu leikmönnum sem Þjóðverjar hafa búið til," sagði Joachim Löw þjálfari þýska landsliðsins.

Podolski lék sinn fyrsta landsleik árið 2004. Leikurinn á morgun verður 130. landsleikur Podolski en hann hefur skorað 48 mörk með landsliðinu.

Podolski er í dag á mála hjá Galatasaray en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Bayern er á leið til Japan í sumar þar sem hann ætlar að ganga í raðir Vissel Kobe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner