Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. mars 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Þróttur vann Marbella - Með landsliðsmann á reynslu
Robbie Crawford í leik með Rangers árið 2012.
Robbie Crawford í leik með Rangers árið 2012.
Mynd: Getty Images
Þróttur R. sigraði spænska C-deildar liðið Marbella United 3-0 í æfingaleik í dag. Þróttar eru í æfingabúðum á Marbella en þar eru þeir með tvo erlenda leikmenn til skoðunar.

Um er að ræða miðvörðinn Nile Walwyn og miðjumanninn Robbie Crawford.

Nile er 22 ára gamall en hann er landsliðsmaður Saint Kitts and Nevis sem situr í 73. sæti á heimslista FIFA.

Crawford er 23 ára gamall en hann ólst upp hjá stórliði Rangers í Skotlandi. Eftir gjaldþrot Rangers árið 2012 fékk Crawford tækifæri í aðalliðinu í fjórðu efstu deild.

Crawford hjálpaði Rangers upp úr D og C-deildinni auk þess sem hann lék nokkra leiki í B-deildinni áður en hann fór á lán. Crawford losnaði síðan undan samningi hjá Rangers í fyrra.

Þróttur 3 - 0 Marbella United
1-0 Sveinbjörn Jónasson ('75, víti)
2-0 Rafn Andri Haraldsson ('80)
3-0 Birkir Þór Guðmundsson ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner