þri 21. mars 2017 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham í slæmum meiðslavandræðum
Michail Antonio verður sárt saknað.
Michail Antonio verður sárt saknað.
Mynd: Getty Images
West Ham United er í slæmum meiðslavandræðum, en þrír lykilmenn voru að meiðast á síðustu dögum og eru því sex leikmenn frá vegna meiðsla.

Winston Reid og Pedro Obiang meiddust báðir í 3-2 tapi gegn Leicester City. Reid verður frá í minnst mánuð á meðan Obiang er frá út tímabilið.

Þá var Michail Antonio að draga sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla sem munu líklega halda honum frá í um það bil mánuð.

Fyrir þessa óvæntu meiðslahrinu voru Gökhan Töre, Diafra Sakho og Angelo Ogbonna á meiðslalistanum.

Hamrarnir eru búnir að tapa þremur leikjum í röð og eru í tólfta sæti Úrvalsdeildarinnar sem stendur, níu stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Næsti leikur liðsins er gegn Hull City þann 1. apríl, en svo eru leikir gegn Arsenal, Swansea og Sunderland einnig á dagskrá.
Athugasemdir
banner
banner