Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 10:30
Hrafnkell Már Gunnarsson
Barton: Skoska deildin er sorglega léleg
Stuðningsmenn Celtic brjálaðir
Joey Barton í leik Rangers gegn Celtic.
Joey Barton í leik Rangers gegn Celtic.
Mynd: Getty Images
Joey Barton segir skosku úrvalsdeildina vera sorglega lélega í samanburði við deildirnar á Englandi. Barton spilaði nokkra leiki með Rangers árið 2016, þar sem hann vann alla leiki nema einn gegn skosku risunum í Celtic á útivelli.

Það er varla hægt að bera saman neðri deildir Englands við skosku úrvalsdeildina. Það mætti nánast bera hana saman við utandeidina á Englandi," sagði Barton.

Þú gefur boltann og leikmaðurinn nennir ekki að hlaupa. Ég valdi ensku úrvalsdeildina í staðinn fyrir þá skosku. Ég spilaði nokkra leiki með Rangers og gat ekki verið lengur í þessari lélegu deild. Ég fór aftur til Burnley og skoraði í mínum fyrsta leik."

Mér er alvara, þetta er vandræðilega lélegt. Ég hef virðingu fyrir skoskum hefðum þegar kemur að leikjum milli Celtic og Rangers, annað er bara lélegt." sagði Barton að lokum.

Stuðningsmenn Celtic voru brjálaðir á samfélagsmiðlum í garð Barton eftir þessi ummæli hans. Nokkrir þeirra sögðu fáranlegt að leikmaður sem hefur aðeins unnið Championship deildina væri að tala svona um skosku deildina.

Barton er þessa daganna í banni eftir að hafa veðjað á fótboltaleiki. Hann var dæmdur í eins og hálfs árs keppnisbann í apríl í fyrra eftir að hafa brotið reglur um veðmál. Bannið var síðan stytt niður í þrettán mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner