Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cantona: Þið eruð með frábært landslið
Icelandair
Cantona varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Manchester United, fyrst 1993 og síðast 1997.
Cantona varð fjórum sinnum Englandsmeistari með Manchester United, fyrst 1993 og síðast 1997.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að franska goðsögnin Eric Cantona var hér á landi í síðustu viku.

Cantona fór víða, hitti til að mynda Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands og spjallaði við hann um íþróttir á Íslandi og eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu en einnig öðrum íþróttum. Hann fór einnig í leikhús og skemmti sér gífurlega vel.

Sjá einnig:
Magnús Magnús Magnússon gaf Cantona landsliðstreyju

Cantona var hér á landi í tökum fyrir heimildarmynd sem hann gerir í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Rússlandi. Á Vísi segir að myndin fjalli um þrjú öðruvísi lið, ef svo má segja, sem keppa á HM í sumar; Perú, Senegal og Ísland.

Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á Vísi, sérstakur fararstjóri Cantona hér á Íslandi og fékk hann viðtal við þennan fyrrum Englandsmeistara með Manchester United.

Hvers vegna telur Cantona að Ísland, þessi 340 þúsund manna þjóð sé að fara á HM í Rússlandi?

„Ég tel það vera auðmýktina og hversu mikið þið leggið á ykkur og auðvitað baráttuandinn," segir Cantona. „Þetta einkennir liðið. Íslenska liðið veit hvað það er, þeir vita hverjir þeir eru, þeir þekkja hvorn annan. Liðið veit að það verður að vinna eftir sínu einkenni. Það virðir mótherjann og þeir bera líka mikla virðingu fyrir sér."

„Ísland er tilbúið fyrir komandi ár"
Mikið hefur verið talað um fótboltahallirnar á Íslandi í erlendum fjölmiðlum og Cantona segir þær lykilatriði ef Ísland á að halda áfram að ná góðum árangri í heimsfótboltanum.

„Það er verið að vinna með nýjar kynslóðir leikmanna og það er búið að fjárfesta í fótboltanum. Hér eru margir góðir þjálfarar sem eru að vinna með nýju kynslóðirnar."

„Þið eruð með frábært landslið og það er mjög áhugavert að reyna að skilja af hverju það er. Ísland er líka tilbúið fyrir komandi ár," sagði Cantona að lokum.

Viðtalið er í heild sinni hérna
Athugasemdir
banner
banner