Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 12:14
Magnús Már Einarsson
Christensen prófar nýja stöðu með danska landsliðinu
Christensen hefur stimplað sig inn í lið Chelsea í vetur.
Christensen hefur stimplað sig inn í lið Chelsea í vetur.
Mynd: Getty Images
Andreas Christensen, varnarmaður Chelsea, mun spila í nýrri stöðu í komandi vináttuleikjum Danmerkur gegn Panama og Síle.

Christensen hefur verið fastamaður í þriggja manna vörn Chelsea en Åge Hareide, landsliðsþjálfari Dana, ætlar að prófa að láta hann spila í þriggja manna vörn.

„Hann getur spilað í miðverði, hann getur spilað bakvörð og hann getur spilað sem varnarsinnaður miðjumaður," sagði Åge Hareide.

„Við viljum prófa hann sem varnarsinnaðan miðjumann í þessum tveimur leikjum sem við eigum framundan því að við þurfum að eiga fleiri möguleika en William Kvist í þessari stöðu."

Danir eru í C-riðli á HM í sumar með Frakklandi, Perú og Ástralíu. Liðin sem fara upp úr þeim riðli mæta liðum úr riðli Íslands í 16-liða úrslitunum. Ísland og Danmörk gætu því mæst þar.
Athugasemdir
banner
banner