Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 20:05
Hrafnkell Már Gunnarsson
Costa: Ekki mér að kenna ég missti landsliðssætið
Diego Costa fær tækifæri með landsliðinu aftur á ný.
Diego Costa fær tækifæri með landsliðinu aftur á ný.
Mynd: Getty Images
Diego Costa, framherji Atletico Madrid og spænska landsliðsins, segir það ekki vera sína sök að hann missti landsliðssæti sitt fyrr á árinu.

Costa var í stórum deilum við Antonio Conte og Chelsea á þessum tíma, sem leiddi til þess að hann fékk engan spiltíma hjá Lundúnafélaginu og var seldur til Atletico.

„Það er ekki mér að kenna að ég fékk ekki að spila. Þjálfarinn vildi mig ekki og þá þurfti ég að fara. Ef þú ert ekki að spila þá ertu líklega ekki valinn í landsliðið. Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur í landsliðshópinn," segir Costa.

Costa hefur tekið landsliðssæti Alvaro Morata sem tók sæti hans sem aðalframherji Chelsea í fyrra.

„Þessir vináttuleikir eru mjög mikilvægir fyrir mig. Ég þarf að sýna að ég á skilið að fara með til Rússlands. Ég man þegar ég kom fyrst í spænska landsliðið frá því brasilíska, það var mjög erfitt. Þrátt fyrir það hef ég aðlagast vel hér á Spáni, mér finnst ég hafa staðið mig ágætlega undanfarið með landsliðinu. Núna þarf ég að sanna mig aftur," sagði Costa að lokum.
Athugasemdir
banner
banner