Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 19:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Emre Can: Ég get spilað fyrir risastórt lið á næsta tímabili
Hvar endar Emre Can?
Hvar endar Emre Can?
Mynd: Getty Images
Emre Can, miðjumaður Liverpool, telur sig geta spilað fyrir mjög stórt félag á næsta tímabili. Can hefur verið hjá Liverpool síðustu fjögur árin, en núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

Can hefur ekki komist á samkomulagi við Liverpool að svo stöddu. Hann segist ætla að taka ákvörðun í lok tímabils.

„Ég vil það sem alla knattspyrnumenn dreymir um, það er að vinna titla. Þegar þú vinnur titla þá færðu vinnunna sem þú leggur inn borgaða til baka," segir Can í samtali við þýska fjölmiðilinn Süddeutsche Zeitung.

En hvernig líst Can á að snúa aftur til Þýskalands?

„Þýska deildin er góð, ég hef heyrt um áhuga þar svo af hverju ekki að skoða það. Mér finnst samt eins og gæðin í þýsku deildinni hafi minnkað síðustu ár."

„Enska úrvalsdeildin hefur meira vald og peninga heldur en sú þýska. Ég hef mikla trú á mér sem leikmanni, að mínu mati get ég spilað fyrir risastórt lið á næsta tímabili."

„Ég er búinn að standa mig á Englandi, mér finnst einnig spænska deildin mjög aðlaðandi. Ég vil samt ekki útiloka neitt, ég mun taka minn tíma og taka ákvörðun þegar tímabilinu lýkur," sagði Can, sem hefur verið hvað mest orðaður við Juventus, að lokum.

Sjá einnig:
Emre Can yfirgaf Guardiola og sér ekki eftir því
Athugasemdir
banner
banner
banner