Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 21. mars 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can yfirgaf Guardiola og sér ekki eftir því
,,Á þessum tíma var Pep Guardiola nýkominn og ég hafði átt gott undirbúnngstímabil hjá honum. Eftir undirbúningstímabilið áttum við mjög, mjög hreinskilið spjall.
,,Á þessum tíma var Pep Guardiola nýkominn og ég hafði átt gott undirbúnngstímabil hjá honum. Eftir undirbúningstímabilið áttum við mjög, mjög hreinskilið spjall.
Mynd: Getty Images
Can hefur verið hjá Liverpool síðustu fjögur árin.
Can hefur verið hjá Liverpool síðustu fjögur árin.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Emre Can segist ekki hafa neina eftirsjá hvað varðar brottför sína frá Bayern München árið 2013.

Can fór frá Bayern stuttu eftir að Pep Guardiola hafði tekið við liðinu. Bayern vildi halda honum og Guardiola vildi halda honum en Can vildi fá mikinn spiltíma sem hann var ekki viss um að fá hjá Bayern.

Hann ákvað því að skrifa undir fjögurra ára samning við Bayer Leverkusen þar sem hann var í eitt tímabil áður en hann fór til Liverpool þar sem hann er enn í dag.

„Nei klárlega ekki," sagði Can í samtali við þýska dagblaðið Sport1, aðspurður að því hvort hann sæi eftir því að hafa yfirgefið Bayern svo stuttu eftir komu Guardiola.

„Í dag sérðu að þetta var rétt ákörðun," segir Can sem er að fara að mæta lærisveinum Guardiola í Manchester City með Liverpool í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Á þessum tíma var Pep Guardiola nýkominn og ég hafði átt gott undirbúnngstímabil hjá honum. Eftir undirbúningstímabilið áttum við mjög, mjög hreinskilið spjall."

„Ég var mjög ungur og það var mikilvægt fyrir mig að spila mikið. Hann var hreinskilinn og sagði við mig að ég myndi kannski ekki spila í hverri einustu viku."

„Svo sá ég tækifærið í Leverkusen. Þeir spiluðu í Meistaradeildinni. Margir sáu þetta sem skref aftur á bak, en fyrir mig var þetta skref fram á við þar sem ég spilaði alltaf í Leverkusen. Í dag er það að augljóst að þetta borgaði sig."

„Ég myndi ekki segja að Bayern hafi gert mistök. Hvort þeir hafi gert mistök, þeir verða að ákveða það sjálfir."

Can hefur verið hjá Liverpool síðustu fjögur árin, en núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið. Hann hefur verið sterklega orðaður við Ítalíumeistara Juventus en umboðsmaður Can hefur gefið það út að engar viðræður muni eiga sér stað fyrr en að tímabilinu lýkur.

Þess má einnig geta að Can hefur einnig verið bendlaður við endurkomu til Bayern München.

Sjá einnig:
Viðurkennir að Emre Can sé efstur á innkaupalistanum
Athugasemdir
banner
banner
banner