Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 23:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs finnur fyrir meira stressi núna
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs segist finna fyrir miklu meira stressi núna en nokkurn tímann þegar hann var leikmaður.

Giggs átti magnaðan feril sem leikmaður Manchester United en nú er hann komin út í þjálfun. Hann er orðinn landsliðsþjálfari Wales og er hann að fara að stýra liðinu í fyrsta sinn á morgun á æfingamóti í Kína. „Ég varð aldrei stressaður sem leikmaður, ég mun finna fyrir miklu meira stressi á morgun," segir Giggs.

„Sem leikmaður viltu finna fyrir smá stressi en ég varð eiginlega aldrei stressaður. Þjálfun er allt öðruvísi."

„Sem leikmaður ertu nokkuð sjálfselskur og ert bara sinna þínu starfi fyrir liðið. Sem þjálfari þarftu að hugsa um svo mikið, þú ert stanslaust að hugsa hvað þú getur gert."

„Þetta er allt öðruvísi en að vera leikmaður."

Wales spilar við Kína á morgun og annað hvort Tékklandi eða Úrúgvæ á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner