Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. mars 2018 08:30
Magnús Már Einarsson
Grétar Sigfinnur leggur skóna á hilluna
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Grétar Sigfinnur Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir umhugsun undanfarnar vikur hefur varnarmaðurinn reyndi Grétar Sigfinnur Sigurðarson ákveðið að leggja skóna á hilluna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Lík­am­inn sagði alls ekki stopp, það var frek­ar ég sjálf­ur. Ég var ekki til­bú­inn til að verja þeim tíma í þetta sem til þarf, nema það væri nægi­leg­ur metnaður á bakvið það. Ég hefði verið til í að fara eitt­hvað og slást um titla en ekki í fall­bar­áttu. Þar með taldi ég betra að hætta núna, gefa fjöl­skyld­unni meiri tíma og setja keppn­is­skapið í vinn­una í stað fót­bolt­ans," sagði Grétar við Morgunblaðið.

Hinn 35 ára gamli Grétar lék með Þrótti R. í Inkasso-deildinni í fyrra en í janúar ákvað hann að hætta hjá félaginu.

Grétar lék lengst af á ferlinum með uppeldisfélagi sínu KR en hann var þar frá 2008 til 2015 þar sem hann vann bæði Íslands og bikarmeistaratitla.

Grétar varð bikarmeistari með Val 2005 en hann lék einnig með Víkingi R, Stjörnunni og Sindra á ferli sínum.
Athugasemdir
banner