Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gústi Gylfa: Spurning hvort við höfum háttatíma klukkan tíu
Ágúst tók við Blikum eftir síðasta tímabil.
Ágúst tók við Blikum eftir síðasta tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum bara með þrjá nýja leikmenn eins og staðan er og þeir hafa allir sett mark sitt á þetta verulega. Ég er gífurlega ánægður með þá, þeir passa vel inn í hópinn.
,,Við erum bara með þrjá nýja leikmenn eins og staðan er og þeir hafa allir sett mark sitt á þetta verulega. Ég er gífurlega ánægður með þá, þeir passa vel inn í hópinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur er aldursforsetinn í ungu Blikaliði.
Gunnleifur er aldursforsetinn í ungu Blikaliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spenntur fyrir mótinu. Þetta er sá tími á árinu sem maður er hvað spenntastur fyrir. Þetta eru eins og jólin.
„Ég er mjög spenntur fyrir mótinu. Þetta er sá tími á árinu sem maður er hvað spenntastur fyrir. Þetta eru eins og jólin."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera nokkuð fínt. Ég er enn að fá að kynnast liðinu, leikmönnum og fleiru, og það hefur gengið mjög vel," segir Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, í spjalli við Fótbolta.net í dag, aðspurður út í undirbúningstímabilið.

Blikar fóru virkilega vel af stað á undirbúningstímabilinu undir stjórn Gústa, sem tók við liðinu eftir að hafa stýrt Fjölni um árabil, og byrjuðu á ótrúlegum 8-1 sigri á móti Víkingum úr Fossvogi. Blikar fóru alla leið í Bose mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar.

Í Fótbolta.net mótinu enduðu Blikar í 3. sæti eftir sigur á nágrönnum sínum í HK í leiknum um það sæti. Í Lengjubikarnum endaði Breiðablik svo í öðru sæti í sínum riðli, á eftir KA.

Þannig að það má með sanni segja að undirbúningstímabilið, hafi hingað til, verið fínt eins og Gústi segir.

Blikar hafa aðeins bætt við sig þremur leikmönnum og Gústi er að sjálfsögðu ánægður með þá.

„Við erum bara með þrjá nýja leikmenn eins og staðan er og þeir hafa allir sett mark sitt á þetta verulega. Ég er gífurlega ánægður með þá, þeir passa vel inn í hópinn."

„Ég er ánægður með framlag þeirra eins og komið er. Væri ekki asnalegt að segja nei við þessari spurningu?"

Reiknar með því að fá tvo í viðbót
Gústi hefur talað um það að þurfa fimm nýja leikmenn. Hann er kominn með þrjá og gætu tveir til viðbótar bæst í hópinn.

„Það er ekkert orðið klárt en ég talaði um til að byrja með að við þyrftum fimm nýja leikmenn, við erum komnir með þrjá og ég reikna með því að það komi tveir í viðbót."

„Það er eiginlega erfiða spurningin," segir hann er hann er spurður að því hvar hann vilji styrkja leikmannahópinn. „Ég þarf leikmann sem getur bætt liðið og er betri en það sem fyrir er. Það hefur verið mjög erfitt, við erum búnir að fá menn á reynslu og þeir hafa ekki verið betri en það sem við eigum og því enginn tilgangur fyrir okkur að taka þá."

„En hvar á vellinum, það er ekki ákveðið."

„Allt ungir leikmenn nema Gulli í markinu"
Breiðablik hefur í gegnum leyft ungum leikmönnum að spreyta sig mikið og varð liðið Íslandsmeistari árið 2010 með mikið af uppöldum leikmönnum í lykilhlutverki.

Ágúst hefur verið duglegur að leyfa ungum strákum að spila í vetur, þar á meðal hefur hinn 15 ára gamli Danijel Dejan Djuric verið að spila nokkuð. Hann sér fram á að leyfa ungu leikmönnunum í hópnum að spila hlutverk í liðinu í sumar.

„Meginundirstaðan í liðinu eru ungir leikmenn. Þetta eru allt ungir leikmenn nema Gulli (Gunnleifur Gunnleifsson) í markinu," sagði Gústi og hló, en þess ber að geta að Gunnleifur, sem hefur varið mark Blika síðustu ár, er orðinn 42 ára. „Eigum við ekki að segja að Gulli sé gamall og aðrir yngri."

„Við munum vera með ungt lið, hópurinn er þannig samstilltur. Við erum að gíra okkur fyrir æfingaferð sem verður strax eftir páska. Það verður spurning hvernig við höfum því, hvort það verður háttatími klukkan tíu eða hvað."

„Það er frábærlega gaman að vera að vinna með svona hæfileikaríkum strákum. Draumur þeirra er að fara erlendis og ég reyni að vera hluti af því að koma þeim þangað."

Öll áhersla lögð á toppbaráttu
Nú er heldur betur farið að styttast í Íslandsmótið. Blikar eru eins og fyrr segir á leið út í æfingaferð til Spánar.

„Það er stutt í páska, við munum spila fjóra leiki fram að fyrsta leik í Pepsi-deildinni, inn í þessu er æfingaferð til Spánar."

„Mér líður vel með liðið, við erum að fínpússa hlutina þegar mánuður er í mót, það er verkefnið núna."

Gústi er að fara í sitt fyrsta tímabil með Blika eftir að hafa tekið við liðinu eftir síðasta tímabil. Hann er vongóður um að liðið geti blandað sér í toppbaráttuna. „Alveg klárlega," segir hann.

„Við munum leggja alla áherslu á það að blanda okkur í toppbaráttuna. Við munum setjast niður á Spáni og ræða okkar markmið. Ég get talið mig um það þegar allir eru samstilltir að stefna að því og þá megar allir vita það."

„Ég er mjög spenntur fyrir mótinu. Þetta er sá tími á árinu sem maður er hvað spenntastur fyrir. Þetta eru eins og jólin. Ég sé á hópnum að menn eru að lifna við, innan og utan vallar. Þetta lítur mjög vel út og það er mikill spenningur."

Breiðablik hefur mótið á heimavelli gegn ÍBV.

„Það setur smá pressu á okkur, að spila fyrir framan fullu húsi, fullri stúku á flottum Kópavogsvellinum. Það er mikil tilhlökkun."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner