Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimildir ESPN herma að Shaw gæti orðið liðsfélagi Gylfa
Shaw er sagður ósáttur hjá Mourinho.
Shaw er sagður ósáttur hjá Mourinho.
Mynd: Getty Images
Framtíð bakvarðarins Luke Shaw hjá Manchester United er í óvissu en hann er sagður hafa fengið sig fullsaddann af gagnrýni knattspyrnustjórans Jose Mourinho.

Shaw var tekinn af velli í hálfleik í bikarsigrinum á Brighton um helgina en Mourinho gagnrýndi hann harðlega eftir leik og sagði að hann hefði ekki fylgt taktískum skipunum sínum.

Shaw kom til Manchester United frá Southampton á 27 milljónir punda árið 2014 en hann er samningsbundinn til sumarsins 2019.

Shaw hefur einungis leikið sjö leiki fyrir Man Utd í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en Ashley Young hefur verið tekinn fram yfir hann í vinstri bakvörðinn.

ESPN varpar því fram í dag að Everton sé að íhuga tilboð í Shaw fyrir sumarið og telur sig hafa heimildir fyrir því.

Everton er í leit að vinstri bakverði sem getur leyst hinn 33 ára gamla Leighton Baines af hólmi.

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Everton og það verður fróðlegt að sjá hvort hann og Shaw verði liðsfélagar á næstu leiktíð. Shaw hefur líka verið orðaður við Tottenham og Chelsea.

Sjá einnig:
Le Tissier: Mourinho er að eyðileggja Shaw
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner