Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 21. mars 2018 20:00
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Helgi Kolviðs: Kvíði fyrir því að geta bara valið 23 á HM
Icelandair
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins á æfingu í San Jose í dag.
Helgi Kolviðsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins á æfingu í San Jose í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var urmull fjölmiðlamanna mættur á æfingu íslenska landsliðsins í dag en þá æfði liðið í aðdraganda vináttulandsleiksins gegn Mexíkó sem verður á föstudagskvöld, klukkan 2 eftir miðnætti að íslenskum tíma.

Fótbolti.net ræddi við Helga Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfara, við upphaf æfingarinnar og byrjaði að spyrja út í standið á mönnum en nokkrir í hópnum hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli eða eru að koma úr meiðslum.

„Þetta er ekki alveg komið í ljós, það var langt ferðalag á mánudaginn og við höfum aðeins meira verið að leyfa þeim að hreyfa sig. Við fáum væntanlega meiri upplýsingar eftir daginn í dag," segir Helgi.

Það eru 29 leikmenn í Bandaríkjahópnum en 23 verða valdir í lokahópinn sem fer til Rússlands í sumar.

„Það er spenna í mönnum en þeir eru líka einbeittir. Þannig viljum við hafa það, æfingarnar verða betri og allir eru á tánum. Allt eins og það á að vera. Maður er strax farinn að kvíða fyrir því að velja bara 23. Það verður gríðarlega erfitt og þannig á það líka að vera."

Hvernig má búast við því að leikurinn gegn Mexíkó verði?

„Þeir eru með þjálfara frá Kólumbíu sem spilar ákveðinn leikstíl. Mexíkó er gríðarlega sterkt lið og spurning hvort þeir ætli að prófa eitthvað annað en þeir hafa gert að undanförnu. Maður þarf að aðlagast aðstæðum hratt en að eru toppleikmenn í öllum stöðum og þetta verður mjög krefjandi," segir Helgi en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner