Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
banner
banner
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
laugardagur 23. nóvember
Championship
Ekkert mark hefur verið skorað
Bristol City 0 - 1 Burnley
Coventry 2 - 2 Sheffield Utd
Luton 1 - 0 Hull City
Millwall 1 - 1 Sunderland
Oxford United 2 - 6 Middlesbrough
Preston NE 1 - 1 Derby County
QPR 1 - 1 Stoke City
Sheff Wed 1 - 1 Cardiff City
West Brom 2 - 2 Norwich
Úrvalsdeildin
Bournemouth 1 - 2 Brighton
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Aston Villa 2 - 2 Crystal Palace
Everton 0 - 0 Brentford
Fulham 1 - 4 Wolves
Leicester 1 - 2 Chelsea
Man City 0 - 4 Tottenham
Division 1 - Women
Le Havre W 0 - 3 Lyon
PSG (kvenna) - Dijon W - 20:00
Guingamp W 1 - 4 Reims W
Saint-Etienne W 0 - 2 Montpellier W
Ekkert mark hefur verið skorað
Bundesligan
Leverkusen 5 - 2 Heidenheim
Stuttgart 2 - 0 Bochum
Dortmund 4 - 0 Freiburg
Eintracht Frankfurt 1 - 0 Werder
Hoffenheim 4 - 3 RB Leipzig
Wolfsburg 1 - 0 Union Berlin
WORLD: International Friendlies
Tunisia U-20 2 - 1 Algeria U-20
Algeria U-17 1 - 1 Morocco U-17
Morocco U-20 4 - 0 Libya U-20
Egypt U-17 7 - 1 Libya U-17
Serie A
Verona 0 - 5 Inter
Milan 0 - 0 Juventus
Parma 0 - 1 Atalanta
Serie A - Women
Lazio W 0 - 0 Sampdoria W
Inter W 1 - 0 Napoli W
Eliteserien
Fredrikstad 1 - 0 Ham-Kam
Molde 2 - 1 SK Brann
Odd 0 - 2 Bodo-Glimt
Rosenborg 1 - 1 Sarpsborg
KFUM Oslo 1 - 2 Kristiansund
Lillestrom 0 - 3 Sandefjord
Tromso 2 - 0 Stromsgodset
Viking FK 5 - 1 Haugesund
Úrvalsdeildin
Spartak 5 - 2 Lokomotiv
CSKA 1 - 2 Rostov
Orenburg 0 - 1 Zenit
Khimki 2 - 2 FK Krasnodar
La Liga
Las Palmas 2 - 3 Mallorca
Celta - Barcelona - 20:00
Valencia 4 - 2 Betis
Atletico Madrid 2 - 1 Alaves
Girona 4 - 1 Espanyol
mið 21.mar 2018 08:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Kolbeinn: Met möguleika mína á að spila á HM vera góða

Kolbeinn Sigþórsson, næst markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands, hefur þurft að ganga í gegnum mikla óvissutíma vegna erfiðra hnémeiðsla.

Óttast var að ferill Kolbeins, sem er 28 ára, gæti verið á enda. Í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var á hóteli landsliðsins í Santa Clara segist Kolbeinn þó aldrei hafa misst trú á því að hann gæti komið til baka þrátt fyrir að hafa verið utan vallar svona gríðarlega lengi.

Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Kolbeinn í nýju landsliðstreyjunni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn skeinuhætti hélt sér fyrir utan kastljós fjölmiðla.
Sóknarmaðurinn skeinuhætti hélt sér fyrir utan kastljós fjölmiðla.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn segir æðislega tilfinningu að geta spilað fótbolta á nýjan leik.
Kolbeinn segir æðislega tilfinningu að geta spilað fótbolta á nýjan leik.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann vonast til að geta komið við sögu gegn Perú í næstu viku.
Hann vonast til að geta komið við sögu gegn Perú í næstu viku.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn er með 22 mörk í 44 landsleikjum.
Kolbeinn er með 22 mörk í 44 landsleikjum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM í Frakklandi 2016.
Á EM í Frakklandi 2016.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur verið á meiðslalistanum síðan hann skoraði sigurmarkið sögulega gegn Englandi í hreiðrinu í Nice á EM 2016.

„Það er pínu skrýtið að vera mættur aftur en æðisleg tilfinning," segir Kolbeinn um það að vera kominn aftur í landsliðsverkefni.

„Það hefur verið mikil óvissa um framhaldið hjá mér í marga mánuði. Það voru mörg spurningamerki þegar ég fór aftur út til Nantes í síðasta mánuði. Hvernig höndla ég álagið að byrja æfa með liðinu? Svo náttúrulega stærsta spurningin: Get ég eitthvað lengur? Það kom sjálfum mér pínu á óvart hversu gott standið á mér var, miðað við hvað ég var búinn að vera lengi frá."

„Læknar sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var ekki auðvelt að heyra það“
„Fyrir ári síðan, eftir fyrstu aðgerðina, fór ég í læknisskoðun hjá Nantes og hitti aðra lækna. Sumir þeirra sögðu mér að íhuga það alvarlega að leggja skóna á hilluna. Það var að sjálfsögðu ekki auðvelt að heyra það. Ég get verið sáttur við að vera kominn á þennan stað í dag miðað við hversu illa þetta leit út á tímabili."

„Það var ekki víst hvort önnur aðgerð myndi laga eitthvað eða ekki. Það var ákveðin áhætta að fara í seinni aðgerðina en hún gekk mjög vel. Jón Karlsson (læknir) var mjög sáttur við þá aðgerð og sagði mér að hún hefði heppnaðist vel og ég ætti góða möguleika á að ná fullum styrk á ný.," segir Kolbeinn.

Hann segir að það hafi reynt mjög á að geta ekki spilað fótbolta í svona langan tíma.

„Þetta er svipuð tilfinning og að taka bolta frá litlu barni sem vill leika sér. Ég hef verið í fótbolta síðan ég gat staðið. Það er frábært að geta verið kominn aftur en vissulega var þetta erfiður tími. Það var erfitt að fylgjast með landsliðinu í undankeppninni og geta ekki tekið þátt. Þetta var frábær undankeppni og sterkt að geta haldið svona dampi eftir velgengnina á EM, það kom mörgum á óvart. Liðið átti 100% skilið að vinna riðilinn"

Kolbeinn heldur í drauminn um að spila með Íslandi á HM í Rússlandi í sumar.

„Það er æðislegt að ég eigi enn þann möguleika á að geta farið á HM," segir Kolbeinn. En hvernig metur hann þá möguleika í dag?

„Ég met þá bara góða. Aðalatriðið fyrir mig núna er að haldast heill. Það er hætta á að meiðast eftir svona langa fjarveru. Það er mikilvægt að halda mér heilum og passa mig á að það komi ekki bakslag. Þá er ég með tvo og hálfan mánuð til að byggja mig upp og ná að spila mikilvægar mínútur og að sjálfsögðu skora nokkur mörk. Ég ætla að koma mér í liðið hjá Nantes. Það er markmiðið mitt á þessum tímapunkti."

Var erfitt að ræða þetta í fjölmiðlum
Kolbeinn hefur haldið sig frá sviðsljósi fjölmiðla þann tíma sem hann hefur verið meiddur og ekki gefið viðtöl. Var það meðvituð ákvörðun hjá honum að vera nánast „ósýnilegur" í gegnum þetta ferli?

„Já, það má segja það í raun og veru. Það var alltaf það mikil óvissa að eina vikuna gat ég sagt að það væri eitthvað jákvætt að gerast og svo öfugt í þeirri næstu. Það var erfitt að vera að ræða þetta í fjölmiðlum þegar maður vissi sjálfur ekki stöðuna eða hvað myndi gerast með framhaldið. Ég vissi að þetta yrði langt tímabil. Auk þess er ég ekki mikið fyrir sviðsljós fjölmiðla og hef ekki verið það, þó ég skilji það auðvitað að fjölmiðlar vilji vita stöðuna á mér. Ég tók þá ákvörðun að reyna að koma mér í gegnum þetta tímabil og geta talað um eitthvað jákvætt þegar ég kæmi mér úr því. Ég gat ekki gefið nein jákvæð svör í allavega eitt ár," segir Kolbeinn.

Hafði trú á því að þetta myndi blessast
Gróa á leyti fór á kreik og ýmsar sögur voru í gangi um Kolbein. Meðal annars að útilokað væri að hann gæti snúið aftur og að hann væri sjálfur hættur í fótbolta. Hann segir að sögurnar hafi ekki truflað sig.

„Ég auðvitað sjálfur vissi hvernig málin mín voru og hvað ég vildi. Ég hugsaði það auðvitað hvernig það yrði að hætta enn það kom aldrei til greina af minni hálfu og hélt áfram á minni braut. Ég hafði trú á því að þetta myndi blessast á endanum."

Kolbeinn er byrjaður að spila fyrir varalið Nantes og skoraði tvö mörk í varaliðsleik um daginn. Hann á magnaðan landsliðsferil með Íslandi og Heimir Hallgrímsson valdi hann í hópinn núna til að sjá standið á honum með eigin augum. Kolbeinn segir að það sé ansi gott fyrir sálina að farið sé að birta til í hans málum.

„Ég er búinn að bíða lengi eftir því að komast út á völl og spila fótbolta. Það er erfitt að útskýra þetta en það gefur mér mikið að geta sparkað í bolta," segir Kolbeinn.

Hann segir að samskipti sín við félagslið sitt, Nantes í Frakklandi, hafi verið góð þann tíma sem hann hefur verið á meiðslalistanum.

„Það var lítið sem hægt var að gera þannig séð. Eftir að ég kom til baka hef ég fengið frábærar móttökur frá klúbbnum og allir í kringum liðið eru mjög jákvæðir í minn garð. Mér finnst ég vera á byrjunarreit hjá félaginu og vonandi get ég gefið honum eitthvað gott til baka."

Finnur fyrir stuðningi frá Ranieri
Kolbeinn segist finna fyrir því að Claudio Ranieri, hinn geðþekki þjálfari Nantes, sé að bíða eftir sér. Ranieri er þekktastur fyrir að ná því ótrúlega afreki að hafa gert Leicester að Englandsmeisturum.

„Já ég finn mikla jákvæðni frá honum í minn garð. Hann hefur sagt mér að hann sé ánægður með það hvernig ég hef verið síðan ég kom aftur. Hann er mjög góður þjálfari og sanngjarn maður. Ef ég held áfram að banka dyrnar þá mun hann vonandi nota mig, ég er bjartsýnn um framhaldið hjá klúbbnum" segir Kolbeinn.

Hann segir að það hafi verið frábær tilfinning að skora í varaliðsleiknum á dögunum.

„Það var frábært að finna aftur tilfinninguna þegar maður er að spila, og að skora líka þó fyrra markið hafi bara verið eitthvað pot. Það er æðislegt fyrir mig að vera kominn aftur á völlinn. Ég þarf leikform og líkaminn að venjast því aftur að spila fótbolta en ég tel mig vera á góðum stað."

Hann fékk lítilsháttar nárameiðsli í varaliðsleiknum með Nantes og ólíkelgt að hann spili vináttuleikinn gegn Mexíkó á föstudagskvöld.

„Ég þarf að hvíla í nokkra daga en vonandi get ég náð þeim leik. Annars er ég ekki að setja pressu á mig að spila þann leik. Vonandi næ ég einhverjum mínútum gegn Perú (næsta þriðjudagskvöld) en við verðum bara að sjá hvernig það verður," segir Kolbeinn Sigþórsson.
Athugasemdir
banner
banner