Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. mars 2018 13:11
Magnús Már Einarsson
KSÍ og dómarar að gera tímamótasamning
Dómarar eru að fá nýjan samning frá KSÍ.
Dómarar eru að fá nýjan samning frá KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ og félag deildadómara hafa náð samkomulagi um nýjan samning og verður að öllum líkindum skrifað undir hann fyrir helgi samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

„Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að KSÍ og Félag deildadómara skrifi undir tímamótasamning á næstu dögum. Fagnaðarefni. Gjörbreytir landslagi dómara. Tímabært. Hrós á KSÍ og FDD," sagði Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari, á Twitter í dag en hann lagði flautuna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Viðræður hafa verið í gangi á milli dómara og KSÍ í vetur og nú er samkomulag í höfn.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er stóra breytingin í samningunum sú að þeir dómarar sem dæma mest í Pepsi-deildinni fá greitt frá KSÍ yfir vetrartímann á meðan á undirbúningstímabilinu stendur.

Það er nýjung en hingað til hafa dómarar einungis fengið greitt fyrir þá leiki sem þeir dæma og þá aðallega á sumrin.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner