Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. mars 2018 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McTominay: Zidane var minn maður
McTominay hefur komið sterkur inn í lið United.
McTominay hefur komið sterkur inn í lið United.
Mynd: Getty Images
Scott McTominay hefur komið virkilega flottur inn í lið Manchester United á þessari leiktíð og heillað stuðningsmenn. McTominay, sem er 21 árs gamall, er alinn upp hjá United.

Þó hann hafi alist upp hjá Man Utd voru það ekki miðjumenn rauðu djöflanna, leikmenn eins og Roy Keane og Paul Scholes, sem hann leit upp til. Hann nefnir fyrrum landsliðsfyrirliða Frakklands sem átrúnaðargoð sitt í viðtali við Youtube-rás Man Utd.

„Zinedine Zidane var átrúnaðargoð mitt, hann var einn besti miðjumaður heims þegar ég var yngri," sagði McTominay.

„Ég leit upp til hans. Hann var aðalmaðurinn fyrir Frakkland og Real Madrid, hann var maður stóru leikjanna. Hann var minn maður."

Zidane hjálpaði Frakklandi að vinna HM og EM en McTominay tilkynnti það fyrir stuttu að hann myndi spila fyrir Skotland frekar en England. McTominay gæti spilað sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland gegn Kosta Ríka á föstudaginn næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner