Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 21. mars 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Mourinho tók víkingaklappið í viðtali við Sveppa um Eið Smára
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Eiður fagnar marki í leik með Chelsea.
Eiður fagnar marki í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Næstkomandi mánudag, 26. mars, kemur þáttaröðin "Gudjohnsen" í Sjónvarp Símans Premium en um er að ræða þáttaröð um magnaðan feril Eið Smára Guðjohnsen. Eiður og Sveppi tóku þáttaröðina upp fyrr í vetur.

Mourinho talar þar um fyrstu kynni sín af Eiði Smára, mörk með Chelsea og Barcelona, mismunandi stöður sem Eiður spilaði á ferli sínum og margt fleira.

„Það var fallegt að horfa á hann spila fótbolta," sagði Mourinho um Eið Smára.

„Mér fannst hann alltaf geta orðið betri en hann var. Ég taldi hann hafa hæfileika til að verða ennþá betri. Hann naut hins vegar hvers einasta dag sem fótboltamaður og stundum er það betra en að vera betri fótboltamaður og vera ekki nægilega ánægður," sagði Mourinho meðal annars.

Í lokin reyndi Sveppi að fá Mourinho til að senda Auðunni Blöndal kveðju. Mourinho hló af þeirri beiðni en henti í víkingaklappið í staðinn.

Sjón er sögu ríkari en hægt er að horfa á klippuna hér að ofan.

Um þættina
Í þáttaseríunni GUDJOHNSEN gerir sjónvarpsmaðurinn -og skemmtikrafturinn Sveppi upp glæstan feril æskuvinar síns Eiðs Smára Guðjohnsen á óhefbundinn og áhugaverðan hátt.

Saman ferðast vinirnir til 9 landa og gera þeim 16 félagsliðum sem Eiður spilaði fyrir á 22 ára tímabili skil. Þeir heimsækja borgir -og bæi sem Eiður hefur búið í í gegnum árin, kíkja á vellina sem hann hefur spilað á, skoða gömul heimili hans, hitta fyrrverandi kollega -bæði innan vallar sem utan og fara almennt yfir hvernig líf Eiðs var á hverjum stað og á hverri stund fyrir sig.

Þetta ferðalag Sveppa og Eiðs í gegnum fortíðina er fræðandi og á sama tíma skemmtilegt þar sem persónulega nálgunin og áratuga löng vinátta þeirra skín í gegn og býður upp á frábæra og afslappaða skemmtun.

Þáttur 1 “Barnakarl” -Æskuslóðir í Breiðholti. ÍR. Valur. PSV Eindhoven.

Þáttur 2 “Harðákveðin” - KR. Bolton. Chelsea. Jimmy Floyd Hasselbaink.

Þáttur 3 “The Special One” - Chelsea. Gianfranco Zola. Frank Lampard. Jose Mourino.

Þáttur 4 “La buena vida” - Barcelona. Andrés Iniesta.

Þáttur 5 “Vegbúinn” - Monaco. Tottenham. Stoke. Fulham. AEK Athens.

Þáttur 6 “Draumur um Kína” - Cercle Brugge. Club Brugge. Bolton. Shijiazhuang Ever Bright.

Þáttur 7 “Fyrir Ísland” - Molde. Landsliðið. Ole Gunnar Solskjær.

Þættirnir verða aðgengilegir í Sjónvarp Símans Premium frá og með mánudeginum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner