Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. mars 2018 07:00
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Annasamur dagur hjá landsliðsmönnum
Icelandair
Kjartan Henry Finnbogason að gera sig kláran í myndatöku.
Kjartan Henry Finnbogason að gera sig kláran í myndatöku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gærdagurinn var heldur betur annasamur hjá strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðið er í Bandaríkjunum þar sem leikið verður gegn Mexíkó á föstudagskvöld og svo gegn Perú í næstu viku.

Áhuginn á leikmönnum og starfsliði í aðdraganda HM er gríðarlega mikill og það var þétt dagskrá á hótelinu í Santa Clara í gær.

„Það er búið að vera ansi mikið að gera hjá okkur. Það hefur verið myndataka fyrir samfélagsmiðla KSÍ og samstarfsaðila, það er verið að máta jakkaföt frá Herragarðinum og fatnað frá Errea. Svo hafa leikmenn verið í læknisskoðun eftir prógrammi frá FIFA," segir Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ.

Þá hefur ásókn fjölmiðla verið mikil og mikill fjöldi viðtala fór fram í gær.

„Bæði Stöð 2 og RÚV eru í þáttagerð fyrir mótið og svo er líka erlent kvikmyndatökulið að vinna að heimildarmynd um þátttöku Íslands á HM. Þá eru styrktaraðilarnir að taka upp auglýsingu og margir voru að leika í auglýsingu frá Icelandair, svo er upptaka á auglýsingu frá Coca Cola á morgun (í dag)."

„Það er ansi strembið að púsla þessari dagskrá saman og þetta er fljótt að fara úr skorðum ef menn mæta ekki á réttum tíma. Excel skjalið er ansi stórt en ég held að þetta sé allt að ganga upp," segir Óskar.

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók bak við tjöldin en fleira efni má finna á Snapchat og Instagram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner