Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. mars 2018 06:00
Hrafnkell Már Gunnarsson
Nick Pope: Ég vil vera markmaður Englands á HM
Nick Pope hefur verið flottur hjá Burnley á tímabilinu.
Nick Pope hefur verið flottur hjá Burnley á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Nick Pope markmaður Burnley segist vera tilbúinn í slaginn um markmannstöðu Englands fyrir HM.

Pope var kallaður í hóp Englands fyrir næstkomandi vináttuleiki á móti Ítalíu og Hollendingum.

Þessi 25 ára markmaður var valinn ásamt Joe Hart, Jack Butland og Jordan Pickford.

„Ég vill vera markmaður Englands á HM í sumar. Það væri gríðarlegur heiður fyrir mig að komast í landsliðshópinn á HM," sagði Pope.

Þrátt fyrir að vera að með minnstu reynsluna í hópnum hefur Pope haldið markinu hreinu oftast af þeim markvörðum sem Gareth Southgate þjálfari Englands valdi.

„Ég er hungraður og er tilbúinn að leggja mikið á mig til að halda mínu sæti í liðinu. Þetta er mikil áskorun, þrátt fyrir það er ég tilbúinn að takast á við hana," sagði Pope að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner