Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 20:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pútín líkt við Hitler í aðdraganda HM
Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Mynd: Getty Images
Johnson hefur ýjað að því að England muni draga sitt lið úr keppni.
Johnson hefur ýjað að því að England muni draga sitt lið úr keppni.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur miklar áhyggjur fyrir HM í sumar, sem fram fer í Rússlandi. Hann telur að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni nota mótið á svipaðan hátt og Adolf Hitler notaði Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Hitler var búinn að vera við völd í Þýskalandi í þrjú ár fyrir Ólympíuleikana en nokkrum árum seinna braust út seinni heimstyrjöldin.

Hitler notaði leikana í áróðursskynyi, sem mikla kynningu fyrir „hið nýja Þýskaland" og óttast utanríkisráðherrann breski að svipaðir hlutir muni gerast í Rússlandi í sumar.

Mótið í Rússlandi hefst um miðjan júní og lýkur um miðjan júlí og verður Ísland á meðal þáttökuþjóða í fyrsta sinn.

Miklar áhyggjur ríkja fyrir mótið hvað varðar rússneskar fótboltabullur en Johnson, sem hefur talað fyrir því að England dragi sig úr keppni, hefur meiri áhyggjur af Pútín og hans framgöngu.

Þingmaðurinn Ian Austin, sem er mikill fótboltaáhugamaður, sagði á breska þingingu í dag: „Pútín mun nota mótið eins og Hitler notaði Ólýmpíuleikana 1936."

„Sú til­hugs­un að Pútín muni af­henda fyr­irliða sigurliðsins bikarinn og upp­hefja sjálf­an sig í leiðinni sem leiðtoga þess­arar hræðilegu og spilltu stjórnar fyll­ir mig viðbjóði."

Johnson tók undir þetta hjá Austin.

„Ég tel samanburðinn við Ólympíuleikanna 1936 réttmætann," sagði Johnson, sem vakti mikla reiði hjá enskum fótboltaunnendum þegar hann sagði að Englendingar ættu að draga sig úr keppni. Kallaði Gary Neville hann m.a. „ónothæfan kjána."

Stirrt samband er á milli breskra og rússneskra stjórnvalda þessa daganna eftir að eitrað var fyrir feðginunum Sergei og Yulia Skripal í Salisbury þann 4. mars síðastliðinn.

Theresa May, forsætisráðherra Breta, hefur sagt að eitrið sem notað hafi verið í árásinni hafi verið framleitt í Rússlandi og telur afar góðar líkur á því að Rússar hafi verið á bak við árásina. Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir njósnir í þágu Breta en var frelsaður árið 2010.

Rússar hafa neitað allri aðild að árásinni en Skripal og dóttir hans liggja enn á spítala. Líðan þeirra er sögð stöðug.

Sjá einnig:
Konungsfjölskyldan fer ekki til Rússlands eftir eiturefnaárás
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner