Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez ræðir erfiðleikana - Íhugaði að vera eftir í Manchester
Mynd: Getty Images
„Þar sem geri miklar kröfur á sjálfan mig, þá verð ég að viðurkenna að ég bjóst við meiru frá mér," segir Alexis Sanchez um fyrstu mánuðina hjá Manchester United. Hann er ekki sáttur með eigin frammistöðu sem er mjög skiljanlegt.

Frammistaða Sanchez hjá United hefur ekki verið til að hrópa húrra fyrir en hann kom til félagsins frá Arsenal í janúarglugganum.

Sanchez, sem er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, hefur aðeins skorað eitt mark frá því hann gekk í raðir United en það kom í deildarleik gegn Huddersfield. Markið skoraði hann eftir að hann lét verja vítaspyrnu frá sér.

„Eftir komu mína til United, þá var erfitt að breyta öllu á mjög skömmum tíma," segir Sanchez sem íhugaði að sleppa landsliðsverkefni með Síle og vera eftir í Manchester.

„Ég var búinn að biðja um leyfi um að fá að sleppa þessum leikjum (innsk. blaðamanns. vináttulandsleikjum gegn Svíþjóð og Danmörku) og vera eftir á Englandi. En svo hugsaði ég málið og ræddi við Claudio (Bravo) og sagði honum að við ættum allir að vera sameinaðir með landsliðinu."

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég skipti um félag í janúar og þetta hefur verið erfitt, en ég oft barist við mótlæti í lífinu," sagði Sanchez að lokum en hann var þarna að ræða við blaðamenn í Svíþjóð þar sem hann er í augnablikinu í landsliðsverkefni.

Sjá einnig:
Rojo tæklaði og móðgaði Sanchez sem svaraði í sömu mynt
Athugasemdir
banner
banner
banner