Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. mars 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Vann áður á mjólkurbíl - Kominn í enska landsliðið
Pope á landsliðsæfingu í gær.
Pope á landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Getty Images
Nick Pope, markvörður Burnley, er í fyrsta skipti í enska landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Hollandi og Ítalíu. Pope hefur verið frábær í marki Burnley í vetur í fjarveru Tom Heaton sem meiddist illa í september.

Pope er nú að berjast við Heaton, Joe Hart, Jack Butland og Jordan Pickford um sæti í enska landsliðinu fyrir HM í sumar.

Leiðin í fremstu röð hefur ekki verið auðveld fyrir Pope. Þegar hann var sextán ára gamall ákvað Ipswich Town að láta hann fara.

Pope spilaði í kjölfarið í ensku utandeildunum næstu árin og starfaði í ýmsum störfum með fótboltanum.

Pope starfaði í fatabúðinni Next sem og á mjólkurbíl. Í því starfi vaknaði Pope klukkan 4 og keyrði með mjólk. Á sama tíma var hann að spila í ensku utandeildunum.

„Það mættu tíu áhorfendur og einn hundur á leiki," sagði Pope við Daily Mail.

Pope lék með Charlton áður en Burnley keypti hann sumarið 2016. Burnley keypti einnig Jóhann Berg Guðmundsson frá Charlton á sama tíma.

Pope lék einungis 33 deildarleiki á fimm árum hjá Charlton en hann fór til sex félaga á láni til að öðlast reynslu á meðan hann var hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner