Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. apríl 2014 10:15
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Framtíð Moyes í óvissu
Powerade
Það eru erfiðir tímar hjá David Moyes.
Það eru erfiðir tímar hjá David Moyes.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er í styttri kantinum í dag á öðrum degi páska.



Barcelona ætlar að reyna að fá David Luiz frá Chelsea í sumar. Börsungar vonast til að félagaskiptabanninu sem félagið var dæmt í á dögunum verði aflétt. (Daily Mirror)

Tim Sherwood, stjóri Tottenham, óttast að félagið muni missa Christian Eriksen í sumar. (Daily Mail)

Manchester United hefur fengið þau skilaboð frá Southampton að Adam Lallana verði ekki ódýr þar sem fyrrum félag hans Bournemouth mun fá 25% af kaupverðinu. (Daily Mirror)

Antonio Nocerino og Pablo Armero vilja vera lengur hjá West Ham en þeir eru á láni frá AC Milan og Napoli. (The Sun)

Framtíð David Moyes hjá Manchester United er í óvissu eftir frammistöðu liðsins gegn Everton í gær. (Daily Telegraph)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, hlustar ekki á að of litlar breytingar á liðinu milli leikja hafi kostað liðið titilinn. (Daily Express)

Paul Lambert ætlar að ræða framtíð sína hjá Aston Villa við Randy Lerner eiganda félagsins eftir tímabilið. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner