Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
Grímsi: Við ætlum okkur í efri hlutann
Haddi: Eigum við ekki bara að hafa jákvæða hattinn á
Jói B: Getum lítið gert í því að missa leikmenn út í háskóla
Túfa: Getum talað um það í allan dag hvað fór úrskeiðis
Bjarki Björn hjálpaði þjálfarateymi ÍBV - „Hann er með fótboltaheila"
Siggi hæstánægður: Hundleiðinlegur fótboltaleikur
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
   mán 21. apríl 2014 19:10
Birgir H. Stefánsson
Gummi Ben: Vantaði þetta þriðja mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku leikur,“ sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks strax eftir leik. „Það er reyndar ekkert nýtt og ekkert sem við bjuggumst ekki við. Það er aldrei auðvelt að koma hingað norður og spila við Þór.“

Leikmenn Breiðabliks byrja leikinn mjög vel og virtust stefna að því að klára leikinn snemma en það tókst ekki alveg.
„Nei, en við setjum þarna hinsvegar tvö mjög fín mörk og áttum jafnvel að skora fyrr. Strax í upphafi leiks fengum við algjört dauðafæri en það vantaði svona þetta þriðja mark til að klára leikinn. Eftir að þeir minnkuðu muninn þá kom kannski smá spenningur í okkar lið, svona smá titringur í smá tíma en samt sem áður þá vorum við nú að bíða eftir þriðja markinu okkar og fengum færi til þess.“

Árni Vilhjálmsson fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik, er vitað hvernig staðan er með það? „Nei, ég held að þetta sé nú eitthvað lítilsháttar. Hann steig eitthvað aðeins vitlaust niður út við kantinn, það verður í góðu lagi með hann á fimmstudaginn ef ég þekki hann rétt.“

Sáttur með að mæta FH í úrslitaleiknum?
„Jájá, okkur er alveg sama hver er mótherjinn. Við erum bara ánægðir að við séum komnir í úrslit og það er gott að fá alvöru leiki núna þegar það er stutt í þetta. Það er ekki verra að mæta FH, þeir eru með hörku lið og þetta verður bara skemmtilegur leikur.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner