Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 21. apríl 2014 19:10
Birgir H. Stefánsson
Gummi Ben: Vantaði þetta þriðja mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku leikur,“ sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks strax eftir leik. „Það er reyndar ekkert nýtt og ekkert sem við bjuggumst ekki við. Það er aldrei auðvelt að koma hingað norður og spila við Þór.“

Leikmenn Breiðabliks byrja leikinn mjög vel og virtust stefna að því að klára leikinn snemma en það tókst ekki alveg.
„Nei, en við setjum þarna hinsvegar tvö mjög fín mörk og áttum jafnvel að skora fyrr. Strax í upphafi leiks fengum við algjört dauðafæri en það vantaði svona þetta þriðja mark til að klára leikinn. Eftir að þeir minnkuðu muninn þá kom kannski smá spenningur í okkar lið, svona smá titringur í smá tíma en samt sem áður þá vorum við nú að bíða eftir þriðja markinu okkar og fengum færi til þess.“

Árni Vilhjálmsson fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik, er vitað hvernig staðan er með það? „Nei, ég held að þetta sé nú eitthvað lítilsháttar. Hann steig eitthvað aðeins vitlaust niður út við kantinn, það verður í góðu lagi með hann á fimmstudaginn ef ég þekki hann rétt.“

Sáttur með að mæta FH í úrslitaleiknum?
„Jájá, okkur er alveg sama hver er mótherjinn. Við erum bara ánægðir að við séum komnir í úrslit og það er gott að fá alvöru leiki núna þegar það er stutt í þetta. Það er ekki verra að mæta FH, þeir eru með hörku lið og þetta verður bara skemmtilegur leikur.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner