Real Madrid skráir sig í baráttuna um Wirtz - Brentford í leit að markverði - Sane til Arsenal?
„Bara frábært" að vera komin aftur í landsliðið
Tilbúin í nýja áskorun - „Verðið bara að bíða eins spennt og ég"
„Var í hamborgarapartýi upp í Kaplakrika þegar ég fékk símtalið"
Óráðið hjá Cecilíu - Ekki tilbúin í það sem Bayern var að hugsa
Steini: Var alveg á mörkunum að vera í hópnum núna
Karólína Lea: Fólk á Twitter veit þá meira en ég
Glódís þakklát Steina - „Eitthvað sem ég vil ekki gera aftur"
Gylfi Tryggva: Þetta eru ótrúlegir karakterar í þessu liði
Sextán ára skoraði á lokamínútunni: Sleppti að hugsa um stressið
Anna Þóra svekkt: Galinn dómur
Kristrún Ýr: VIð þurfum að girða okkur í brók
Pétur Rögnvalds: Orðið það mikið af færum að ég hélt að þetta myndi ekki detta
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
   mán 21. apríl 2014 19:10
Birgir H. Stefánsson
Gummi Ben: Vantaði þetta þriðja mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku leikur,“ sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks strax eftir leik. „Það er reyndar ekkert nýtt og ekkert sem við bjuggumst ekki við. Það er aldrei auðvelt að koma hingað norður og spila við Þór.“

Leikmenn Breiðabliks byrja leikinn mjög vel og virtust stefna að því að klára leikinn snemma en það tókst ekki alveg.
„Nei, en við setjum þarna hinsvegar tvö mjög fín mörk og áttum jafnvel að skora fyrr. Strax í upphafi leiks fengum við algjört dauðafæri en það vantaði svona þetta þriðja mark til að klára leikinn. Eftir að þeir minnkuðu muninn þá kom kannski smá spenningur í okkar lið, svona smá titringur í smá tíma en samt sem áður þá vorum við nú að bíða eftir þriðja markinu okkar og fengum færi til þess.“

Árni Vilhjálmsson fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik, er vitað hvernig staðan er með það? „Nei, ég held að þetta sé nú eitthvað lítilsháttar. Hann steig eitthvað aðeins vitlaust niður út við kantinn, það verður í góðu lagi með hann á fimmstudaginn ef ég þekki hann rétt.“

Sáttur með að mæta FH í úrslitaleiknum?
„Jájá, okkur er alveg sama hver er mótherjinn. Við erum bara ánægðir að við séum komnir í úrslit og það er gott að fá alvöru leiki núna þegar það er stutt í þetta. Það er ekki verra að mæta FH, þeir eru með hörku lið og þetta verður bara skemmtilegur leikur.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner