Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. apríl 2014 19:10
Birgir H. Stefánsson
Gummi Ben: Vantaði þetta þriðja mark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörku leikur,“ sagði Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari Breiðabliks strax eftir leik. „Það er reyndar ekkert nýtt og ekkert sem við bjuggumst ekki við. Það er aldrei auðvelt að koma hingað norður og spila við Þór.“

Leikmenn Breiðabliks byrja leikinn mjög vel og virtust stefna að því að klára leikinn snemma en það tókst ekki alveg.
„Nei, en við setjum þarna hinsvegar tvö mjög fín mörk og áttum jafnvel að skora fyrr. Strax í upphafi leiks fengum við algjört dauðafæri en það vantaði svona þetta þriðja mark til að klára leikinn. Eftir að þeir minnkuðu muninn þá kom kannski smá spenningur í okkar lið, svona smá titringur í smá tíma en samt sem áður þá vorum við nú að bíða eftir þriðja markinu okkar og fengum færi til þess.“

Árni Vilhjálmsson fór meiddur af velli eftir um klukkutíma leik, er vitað hvernig staðan er með það? „Nei, ég held að þetta sé nú eitthvað lítilsháttar. Hann steig eitthvað aðeins vitlaust niður út við kantinn, það verður í góðu lagi með hann á fimmstudaginn ef ég þekki hann rétt.“

Sáttur með að mæta FH í úrslitaleiknum?
„Jájá, okkur er alveg sama hver er mótherjinn. Við erum bara ánægðir að við séum komnir í úrslit og það er gott að fá alvöru leiki núna þegar það er stutt í þetta. Það er ekki verra að mæta FH, þeir eru með hörku lið og þetta verður bara skemmtilegur leikur.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner