Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 21. apríl 2014 19:13
Birgir H. Stefánsson
Palli Gísla: Áttum fullt af færum
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
„Hundfúll að tapa,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs eftir leik Þórs og Breiðabliks í undanúrslitum Lengjubikarsins þar sem heimamenn töpuðu 1-2. „Þó að þetta sé deildarbikar þá er þetta hundfúlt. Við ætluðum okkur leik á fimmtudaginn þannig að sjálfsögðu erum við fúlir með að hafa tapað en ég er ekkert ósáttur með leikinn.“

Líkt og í síðasta leik þá byrjið þið á að lenda 0-2 undir.
„Það koma kannski tveir leikir í röð þar sem við lendum 0-2 undir í fyrri hálfleik og það er náttúrulega áhyggjuefni en á móti kemur að ef það er eitthvað lið sem er tilbúið að snúa til baka og gefast ekki upp þá er það Þórsliðið. Auðvitað getum við ekki treyst á það að þurfa alltaf að þrífa upp eftir okkur þannig að klárlega reynum við að leggjast yfir þetta.“

„Við áttum klárlega fullt af færum hérna undir lokin og komum sterkir inn í seinni hálfleikinn sérstaklega þar sem við ógnuðum mikið og held ég valdið þeim töluverðum usla og vandræðum. Þetta er frábært Breiðablikslið og vel spilandi þannig að það er ekkert sjálfgefið að þú getir verið með hasar, læti og hápressu á svona flinka stráka. Menn leystu það ágætlega, í heildina er ég sáttur með leikinn en hundfúll með úrslitin.“

Sveinn Elías varð að fara útaf snemma vegna meiðsla.
„Hann var eitthvað að kvarta yfir einhverju í læri og sömu sögu er að segja um Inga sem við vorum að hvíla í síðustu leikjum en hann spilaði hálftíma í dag. Við erum að fara varlega með þá sem eiga í læravandamálum, við ætlum að hafa alla fríska þegar mótið byrjar.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner