Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2015 14:00
Elvar Geir Magnússon
Arsenal leitar til Michael Johnson
Mynd: Getty Images
Spretthlauparinn Michael Johnson, sem fjórum sinnum vann gull á Ólympíuleikum, hefur verið ráðinn í starf hjá Arsenal og mun hjálpa við þróun á yngri leikmönnum liðsins.

Johnson á heimsmetið í 400 metra hlaupi en hann vann meðal annars gull fyrir 200 og 400 metra hlaup 1996 og aftur fyrir 400 metrana í Sydney 2000.

Hann mun vinna við þróun afreksíþróttamanna í verkefni sem snýr að strákum sem eru sjö eða átta ára gamlir og þar til þeir verða 17-18 ára.

„Við vinnum ekki með aðalliðsleikmönnum en erum ráðnir sem sérfræðingar í unglingastarfinu. Við skoðum hraða og kraft leikmanna og veljum þá leikmenn sem við höfum áhuga á," segir Johnson.
Athugasemdir
banner
banner