Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. apríl 2015 13:15
Elvar Geir Magnússon
Aston Villa og Reading eiga sektir yfir höfði sér
Eintóm gleði.
Eintóm gleði.
Mynd: Getty Images
Aston Villa og Reading fá ákærur frá enska knattspyrnusambaninu þar sem hópur af stuðningsmönnum þessara liða æddu út á völlinn í lok bikarleikja.

Aston Villa vann 2-0 sigur gegn West Brom í 8-liða úrslitum og voru stuðningsmenn Villa í skýjunum með sigur á grönnum sínum.

Stuðningsmenn Reading hlupu út á völlinn í fagnaðarlátum eftir sigur gegn Bradord í 8-liða úrslitum.

Líklegt er að bæði félög fái háar sektir en Aston Villa hefur þegar beðið West Brom afsökunar. Lögreglan hefur gagnrýnt að leikið var 17:30 á laugardagskvöldi, það auki líkur á ólátum.

Villa er komið alla leið í úrslit bikarsins þar sem leikið verður gegn Arsenal sem vann Reading í framlengdum undanúrslitaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner