Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. apríl 2015 10:30
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Bayern vinnur en verður það nóg?
Hjörtur Hjartarson er kominn með góða forystu.
Hjörtur Hjartarson er kominn með góða forystu.
Mynd: Fótbolti.net
Hvað gera Guardiola og hans menn?
Hvað gera Guardiola og hans menn?
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net náði að koma sér upp fyrir Kristján Guðmundsson á síðasta leikdegi en Hjörtur Hjartarson, umsjónarmaður Akraborgarinnar, er enn með örugga forystu.

Í kvöld eru tveir leikir í 8-liða úrslitum. Porto vann óvæntan 3-1 sigur gegn Bayern München í síðustu viku en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld. Barcelona fær PSG í heimsókn eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum í Frakklandi.

Hjörtur Hjartarson:

Barcelona 2 - 0 PSG
Lið ná oft fram sínu besta þegar þau mæta á Nou Camp með ekkert að tapa. Breytir því ekki að FCB fer alltaf áfram. Barca vinnur 2-0.

Bayern München 2 - 1 Porto
Bayern í vondum málum. Held að liðið sé þó nógu gott til að snúa einvíginu sér í vil. 3-1 tap í Portúgal er engu að síður mikið að vinna upp. Tekst ekki í kvöld, vinna samt, 2-1.

Kristján Guðmundsson:

Barcelona 3 - 0 PSG
Barca verða einbeittir á að klára verkefnið sem hófst með öflugum sigri í fyrri leiknum. Leikmenn að koma til baka í lið PSG en það verður ekki nóg og Barca vinnur að lokum öruggan sigur.

Bayern München 2 - 1 Porto
Skemmtilega útfærður leikur hjá Porto í seinustu viku hefur komið þeim í kjörstöðu. Bakverðirnir Danilo og Alex Sandro eru báðir í leikbanni sem veikir Porto liðið í kvöld og Bayern vinnur leikinn en ekki nógu stórt til þess að komast áfram!

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon:

Barcelona 1 - 0 PSG
PSG á enga von um að komast áfram. Barcelona klárar þennan leik bara af fagmennsku í leik sem fellur fljótt í gleymskunnar dá.

Bayern München 3 - 1 Porto
Lykilatriði fyrir Bæjara að skora snemma í þessum leik. Ég ætla að senda Þýskalandsmeistarana áfram eftir framlengdan leik. Pep Guardiola er búinn að taka sér frí frá því að vera með stæla við vallarstarfsmenn og lækna og kemur með eitthvað gott plan sem svínvirkar.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Hjörtur Hjartarson - 18
Fótbolti.net - 13
Kristján Guðmundsson - 12
Athugasemdir
banner
banner
banner