Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. apríl 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Spá Fótbolta.net - 7. sæti: Víkingur
Igor Taskovic er fyrirliði Víkings.
Igor Taskovic er fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Baldvinsson. Einn af nýju mönnunum.
Haukur Baldvinsson. Einn af nýju mönnunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar fagna marki í vetur.
Víkingar fagna marki í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Ólafsson.
Finnur Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pape Mamadou Faye.
Pape Mamadou Faye.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Spámenn Fótbolta.net spá því að Víkingur Reykjavík hafni í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Víkingar hlutu 48 stig.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. Víkingur 48 stig
8. Keflavík 34 stig
9. Fjölnir 28 stig
10. ÍBV 27 stig
11 ÍA 21 stig
12. Leiknir 14 stig

Um liðið: Víkingar voru nýliðar í Pepsi-deildinni í fyrra og komu mörgum sérfræðingunum á óvart með því að ná fjórða sæti og komast í Evrópukeppnina. Það er áhugavert tímabil framundan hjá Víkingum. Skærasta stjarna síðasta tímabils, Aron Elís Þrándarson, er farinn í atvinnumennskuna en þar er ansi stórt skarð sem þarf að fylla. Þjálfarar Víkings eru Ólafur Þórðarson og Milos Milojevic.



Hvað segir Jörundur? Jörundur Áki Sveinsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deildinni 2015. Jörundur lét af störfum sem þjálfari hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en þar áður var hann aðstoðarþjálfari FH. Í dag þjálfar hann meistaraflokk kvenna hjá Fylki.

Styrkleikar: Eftir frábært tímabil í fyrra bíður Víkinga spennandi tímabil. Þeir hafa leikið vel í vetur og eru komnir langt í Lengjubikarnum. Það sem þeir hafa gert vel í vetur er að þeir hafa breikkað hópinn sinn frá því í fyrra. Þátttaka þeirra í Evrópukeppni og metnaður til þess að ná langt hér heima ber það með sér að þeim er alvara. Víkingar skoruðu ekki neitt sérstaklega mikið í fyrra og því hafa þeir bætt mikið við sig af sóknarmönnum, sem greinilega er að skila sér því þeir eru búnir að skora 20 mörk í Lengjubikarnum. Fengu reyndar á sig 12 sem ég veit að þjálfararnir eru ekki ánægðir með.

Veikleikar: Nú er ekki hægt að tala um að það vanti breidd, það er ljóst. Hins vegar er spurning með þá leikmenn sem þeir hafa fengið til sín hvort að þeir séu nógu góðir til þess að spila meðal þeirra bestu. Það er eitt að vera góður í 1.deild, Pepsi er allt annað mál. Vona að Tommy Nielsen, markvörður, verði jafnmikill happafengur fyrir Víkinga og nafni hans sem lék lengi vel með FH, var fyrir Hafnfirðinga.

Lykilmenn: Taskovic, var gríðarlega mikilvægur fyrir Víkinga í fyrra og vonandi þeirra vegna heldur hann uppteknum hætti. Rolf Toft er maðurinn sem á að hjálpa liðinu að skora fleiri mörk en þeir gerðu í fyrra. Finnur Ólafsson kom frá Fylki og spurning hvort að hann nái að springa út í sumar. Pape Mamadou Faye, X-faktor. Vonandi sjáum við hann í sínu besta formi.

Gaman að fylgjast með: Alltaf gaman að fylgjast með Óla Þórðar, bæði í leikjum og ekki síður í viðtölum eftir leiki. Hlakka til að sjá Bol-Víkinginn, Andra Rúnar Bjarnason, stíga inn á stóra sviðið. Með mikla hæfileika og nú er það hans að sýna þá. Það verður gaman að sjá hvernig Evrópuævintýrið fer í Víkinni. Það getur haft truflandi áhrif á deildina, en Víkingar hafa mikla breidd og ættu að geta gert vel á öllum vígsstöðum.



Stuðningsmaðurinn segir - Halldór Ingi Sævarsson
„Ég get vel skilið að okkur sé spáð 7. sæti, við náttúrulega misstum Aron Elís sem myndi fara illa með öll lið í Evrópu. En ég held persónulega að við endum í 3-4. sæti, það eru bara 3 lið sem "á pappír" eiga að vera betri en við."

„Við erum búnir að styrkja okkur um tæplega 300 manns og höfum verið að spila bara nokkuð vel undanfarið, svo að ég held að sumarið verði rautt og svart í Pepsi-deildinni í ár."

Völlurinn: Víkingsvöllur. Eitt skemmtilegasta vallarstæði landsins. Gróðursælt og vel varið fyrir vindum. Stúkan tekur 1.149 manns í sæti og svo eru stæði við hana.

Komnir:
Agnar Darri Sverrisson frá BÍ/Bolungarvík (Var í láni)
Andri Rúnar Bjarnason frá BÍ/Bolungarvík
Atli Fannar Jónsson frá ÍBV
Denis Cardaklija frá Fram
Finnur Ólafsson frá Fylki
Haukur Baldvinsson frá Fram
Hallgrímur Mar Steingrímsson frá KA
Milos Zivkovic frá Serbíu
Rolf Toft frá Stjörnunni
Stefán Þór Pálsson frá Breiðabliki
Thomas Nielsen frá Danmörku
Viktor Bjarki Arnarsson frá Fram
Tómas Urbancic frá Reading (Á láni)

Farnir:
Aron Elís Þrándarson í Álasund
Kristinn Jóhannes Magnússon í KR
Ingvar Þór Kale í Val
Iliyan Garov
Páll Olgeir Þorsteinsson í Breiðablik (Var á láni)
Ómar Friðriksson í Fram á láni
Óttar Steinn Magnússon
Ventseslav Ivanov
Viktor Jónsson í Þrótt (Á láni)
Kjartan Dige Baldursson hættur

Leikmenn Víkings sumarið 2015:
1. Thomas Nielsen
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
5. Tómas Guðmundsson
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Hallgrímur Mar Steingrímsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
12. Denis Cardaklija
13. Arnþór Ingi Kristinsson
14. Atli Fannar Jónsson
15. Andri Rúnar Bjarnason
16. Milos Zivkovic
17. Tómas Ingi Urbancic
18. Stefán Þór Pálsson
19. Erlingur Agnarsson
20. Pape Mamadou Faye
21. Bjarni Páll Runólfsson
22. Alan Alexander Lowing
23. Finnur Ólafsson
24. Stefán Bjarni Hjaltested
25. Davíð Steinn Sigurðarson
27. Davíð Örn Atlason
28. Eiríkur Stefánsson
29. Agnar Darri Sverrisson
30. Kristófer Karl Jensson

Leikir Víkings 2015:
3. maí Keflavík – Víkingur R.
10. maí Víkingur R. – Valur
17. maí ÍA – Víkingur R.
20. maí Víkingur R. – Stjarnan
26. maí Leiknir – Víkingur R.
31. maí ÍBV – Víkingur R.
7. júní Víkingur R. – FH
14. júní Breiðablik – Víkingur R.
22. júní Víkingur R. – Fjölnir
26. júní Fylkir – Víkingur R.
12. júlí Víkingur R. – KR
19. júlí Víkingur R. – Keflavík
26. júlí Valur – Víkingur R.
5. ágúst Víkingur R. – ÍA
9. ágúst Stjarnan – Víkingur R.
17. ágúst Víkingur R. – Leiknir
23. ágúst Víkingur R. – ÍBV
30. ágúst FH – Víkingur R.
13. sept Víkingur R. – Breiðablik
20. sept Fjölnir – Víkingur R.
26. sept Víkingur R. – Fylkir
3. okt KR – Víkingur R.

Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Elvar Geir Magnússon, Gunnar Birgisson, Hafliði Breiðfjörð, Arnar Geir Halldórsson og Jóhann Ingi Hafþórsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner