Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Eddie Howe er besti stjórinn í áratug
Eddie Howe er að vinna þrekvirki með Bournemouth.
Eddie Howe er að vinna þrekvirki með Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Eddie Howe knattspyrnustjóri Bournemouth hefur verið útnefndur knattspyrnustjóri áratugarins í ensku neðri deildunum og það þrátt fyrir að hafa aðeins verið stjóri í sex ár.

Howe hlaut verðlaunin á tíu ára afmæli Football League sem standa að keppni í ensku neðri deildunum.

Howe hefur verið frábær í stjórastól Bournemouth og hefur tvisvar tekið við liðinu í fallbaráttu, og meira að segja eftir að 17 stig voru tekin af þeim 2008-2009 tímabiið, og upp um tvær deildir.

Hann er svo langt kominn með að fara með liðið í ensku úrvalsdeildina en liðið þarf bara að klára tvo leiki svo það verði að veruleika.

Howe er aðeins 37 ára gamall og kemst í hóp fárra stjóra sem hafa farið með lið upp um þrjár deildir og í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner