Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. apríl 2015 09:30
Fótbolti.net
Hvaða lið ætti Pogba að fara til í sumar?
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net er með sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Hinn 11 ára gamli Jóhannes kom með spurningu sem Björn Már Ólafsson sérfræðingur í ítalska boltanum svaraði.

Hvaða lið ætti Pogba að fara til í sumar?
Ef Pogba ákveður að fara frá Juventus þá eru sennilega tvær ástæður sem geta legið að baki. Annars vegar að hann vilji komast í lið sem á ári hverju berst um meistaradeildina og hins vegar að hann vilji fá betri laun. Þau félög sem geta boðið honum þetta tvennt koma því til greina, og er það ekki stór hópur liða.

Ég sé helst fyrir mér Real Madrid og Barcelona. Af þeim tveimur liðum er líklegra að hann henti betur í Real Madrid sem spilar knattspyrnu sem hentar hans hæfileikum.

Hann gæti einnig hugsanlega endað í Bayern Munchen en það fer sennilega eftir því hvernig félaginu vegnar á markaðinum í sumar og hvort Guardiola heldur áfram.

Á Englandi sé ég aðallega fyrir mér að hann gæti farið til Chelsea eða Manchester City.Það eru félög sem eru með pening á milli handanna og ég sé vel fyrir mér að leikstíll hans myndi henta til dæmis Mourinho. Ólíklegt er að hann vilji fara aftur til Manchester United þar sem hann spilaði sem unglingur, sérstaklega miðað við gengi liðsins þessa stundina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner