Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 21. apríl 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Leiknir F. fær tvo Spánverja og Rúmena (Staðfest)
Leiknismenn fá liðsstyrk.
Leiknismenn fá liðsstyrk.
Mynd: Jóhanna Kristín Hauksdóttir
Leiknir Fáskrúðsfirði hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átök sumarsins í 2. deild karla en þrír erlendir leikmenn hafa samið við félagið.

Paul Bogdan Nicolescu, er 25 ára miðvörður frá Rúmeníu sem fékk leikheimild í dag. Hann kemur frá Spáni þar sem hann hefur leikið undanfarin tímabil.

Nico á að fylla skarð Hectors Pena sem fór í Fjarðabyggð í vetur eftir að hafa staðið vaktina í vörn Leiknis í fyrra.

Marc Ferrer Llodosa er 31 árs spænskur miðjumaður sem lék með Leikni í fyrra og skoraði þá fimm mörk níu 9 leikjum eftir að hafa komið í júlí. Hann var lykilmaður hjá Leikni í fyrra og verður mættur áður en keppni í 2. deildinni hefst í maí.

Ferran Garcia Castellanos er síðan 23 ára eldfljótur spænskur sóknarmaður sem kemur til Leiknis á næstu dögum.

Þá er Valdimar Inga Jónsson að láni frá Víkingi en hann lék einnig með Fáskrúðsfirðingum í fyrra.

Fyrr í vetur fengu Leiknismenn spænskan kantmann að nafni Hugo Reguero Lucena en hann stóð ekki stóð undir væntingum og er farinn heim.

Leiknir mætir Aftureldingu í undanúrslitum í B-deild Lengjubikarsins á fimmtudag en liðið komst upp úr 3. deildinni síðastliðið haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner